Boltinn

Ég var að koma heim frá Champaign, þar sem ég er búinn að vera síðan í gær að keppa í fótbolta. Við komum þangað um klukkan 3 og voru þá 10 mínútur í fyrsta leik, sem var á móti University of Iowa. Við gátum því ekkert hitað upp, en það kom ekki að sök, þar sem við unnum leikinn 4-0. Ég lék frammi og skoraði eitt mark með hjólhestaspyrnu.

Annars fórum við með heil ósköp af færum. Í dag spiluðum við svo við Western Michigan og unnum þá 2-0 en í síðasta leiknum töpuðum við 5-2 fyrir Indiana State. Það var rosalegur leikur, því dómarinn, af einhverjum ástæðum, dæmdi af mark, sem ég skoraði. Leikurinn varð frekar grófur, enda fannst leikmönnum Indiana einkar gaman að sparka í okkur, sérstaklega mig og Dave, sem var með mér frammi. En ég meina hei, þetta var ágæt helgi.