Box og Kópavogur

Ég fór í Kópavoginn áðan. Þar var ekki gaman.

Í hádeginu fór ég í fyrsta skipti í box tíma. Það var æði, en ég er gjörsamlega uppgefinn. Gat varla vélritað í vinnunni, þar sem puttarnir og hnúar eru ónýtir. Mér leið einsog ég væri að vinna á skrifstofunni hans Woody Allen í [Bananas](http://www.imdb.com/title/tt0066808/). Mér leið einsog allir takkarnir á lyklaborðinu væru pikkfastir.

Og mér líður ennþá þannig og því ætla ég að hætta og fara í sólbað.

2 thoughts on “Box og Kópavogur”

Comments are closed.