Breytingar

Ég er kominn með leið á útliti þessarar síðu og er búinn að hanna nýtt útlit, sem ég ætla að setja inn þegar ég er búinn í prófunum, sem eru eftir tvær vikur.

Annars er ég búinn að taka þá ákvörðun að hætta að nota Blogger. Ég er orðinn þreyttur á Blogger og eilífu veseni í kringum það forrit. Ég hef því ákveðið að skipta yfir í Moveable Type, sem er ólíkt Blogger að því leyti að ég mun sjálfur sjá um að host-a kerfið. Þess vegna þarf ég ekki að treysta á að Blogger serverinn sé í lagi.

Einnig býður Moveable Type uppá fullt af skemmtilegum möguleikum, einsog það að flokka færslur, RSS, sem maður þarf ekki að borga fyrir og fleira skemmtilegt.