Brúðkaupsafmæli

Mamma og pabbi eiga í þessari viku 40 ára brúðkaupsafmæli.

Það finnst mér ekki slakur árangur og óska ég þeim auðvitað til hamingju. Pabbi gifti sig einmitt þegar hann var tvítugur. Ég varð tvítugur fyrir fjórum árum, en samt er ég ekki ennþá giftur. 40 ára brúðkaupsafmæli er, samkvæmt þessari síðu, ruby. Ég veit ekki hvernig það þýðist yfir á íslensku.

Mamma og pabbi eru einmitt þessa vikuna að fagna afmælinu á Spáni en einsog þeir, sem þekkja þau vita, þá leiðist þeim ekki að fara til útlanda.

Til hamingju, mamma og pabbi!!!!!!!