Skóli

Tha er adal midsvetrarproftornin buin. Eg er buinn ad vera i fimm profum, skila einni storri ritgerd og 4 verkefnum a sidustu 10 dogum, en nu er thetta allt saman buid. Jibbi. Svo nuna klukkan 5 er thad BBQ party og svo verdur abyggilega eitthvad skemmtilegt djamm um helgina. Gaman gaman. Og thad spair 25 stiga hita alla helgina, thannig ad thad aetti ekki ad skemma fyrir.

Chicago

Eg er endanlega kominn a tha skodun ad Chicago er frekar stor borg. Eg thurfti ad fara i Schaumburg, sem er eitt uthverfi borgarinnar i dag. Su rutuferd tok tvo tima, en samt var madur enntha inni a midju Chicago svaedinu. Thetta er gedveiki. Eg skil ekki alveg folk, sem flytur i uthverfi, sem eru svona langt fra midbaenum. Thad tekur allavegana svona 2-3 tima fyrir thetta folk ad fara nidur i midbae Chicago.

Misrétti

Thetta er nokkud merkileg frett. Madur her i Chicago aetlar nefnilega ad kaera White Star Lounge, sem er einn af minum uppahalds naeturklubbum fyrir thad ad their rukki meira fyrir karla en konur. Thetta er nokkud algengt her i borg, en madurinn segir ad thetta brjoti a mannrettindum sinum, sem er eflaust rett.

Þá er ég búinn með

Þá er ég búinn með tvö lokapróf, kláraði hagfræðina í morgun og var það bara fínt. Núna á ég bara stærðfræði á morgun, linear algebra í allri sinni dýrð. Og ég ætla að byrja að læra………..núna.

Grein

Ég er búinn að skrifa nýja grein, sem birtist á Hrekkjusvínum.

Annars er ég þunnur eftir djamm í gær. Til að toppa það, þá reif ég mig upp klukkan 11 í morgun til að horfa á hrikalega lélegt Liverpool lið tapa fyrir Leicester. Það var ekki gaman. Ég er þó sannfærður um að pizzan, sem er á leiðinni muni laga allt.

Field Museum

Hildur og ég fórum um helgina á Field Museum, sem er nokkuð merkilegt safn hérna í Chicago. Þar er m.a. risaðlan Sue, sem er stærsta T-Rex risaeðlan, sem hefur varðveist í heiminum. Þetta var mjög fróðleg ferð. Þegar við vorum búin að skoða nær allt safnið sáum við svo leðurblöku, sem var alveg einsog leðurblakan, sem er búin að vera fram í anddyri síðustu vikur.

Ég hélt reyndar að ég hefði drepið leðurblökuna, þegar ég kom hress heim úr einu partýi og ákvað aðeins að pota í hana. En nei, nei, hún er komin aftur.

Rólegt

Annars ætlum við bara að vera róleg í kvöld. Við ætlum að fara á Traffic í bíó. Við reyndum að sjá hana um síðustu helgi en þá var allt uppselt, þannig að við fórum á Crouching Tiger Hidden Dragon, sem var reyndar snilld.

Onion

Við Hildur vorum úti að borða á Flattops. Á leiðinni heim náði ég mér í nýtt eintak af The Onion, sem er besta blað í heimi. Aðal fyrirsögnin á forsíðunni er mjög fyndin að mínu mati.