Leikur

Hægt verður að horfa á leik Liverpool og Rapid Bucharest á vefnum, í bodi BBC. Hægt verður að fylgjast með leiknum með sérstakri Kopcam, sem verður meðal áhorfenda, að mer skilst.

Að vakna

Ég vaknaði klukkan níu í morgun, á laugardagsmorgni, til að spila fótbolta. Það er náttúrulega geðveiki. Ég var því frekar rólegur í gær, fór útað borða og svo í eitthvað partí með vinunum, þar sem um 3000 manns voru samankomnir í lítilli íbúð.

Annars er núna ABC að sýna skólann minn, Northwestern keppa við Wiscounsin í fótbolta.

ManU

Þetta er ótrúleg snilld. Þú getur spilað leik, sem er einsog Who wants to be a millionaire (breska útgáfan, reyndar, enginn Regis) en spurningarnar snúast aðeins um David Beckham og fjölskyldu.

Þjálfari

Þjálfarinn í háskólaliðini mínu í körfubolta er hættur. Hann tók að sér starf, sem aðstoðarþjálfari New York Knicks. Ætli þetta sé ekki bara ágætt fyrir skólann minn, þar sem körfuboltaliðið gat ekki neitt á síðasta tímabili.

Leiðindi

Mikið óskaplega leiðast mér þessar umræður á milli FC Diðriks og Orators. Á fotbolta.is hefur verið þrasað stanslaust síðustu viku. Einnig var einstaklega leiðinilegt að vera fyrir utan völlinn þegar á leik þessara liða stóð, því þar var mikið verið að rífast og menn fóru meira að segja að uppnefna hvorn annan einsog smákrakkar.

Ég tek þessa leiki í utandeildinni ekkert alltof alvarlega, maður leggur sig náttúrulega í leikina en ég nenni ekki að vera að deila um úrslit eða kærumál.