Cast Away

Talandi um eyjur, þá fór ég í síðustu viku á Cast Away, nýju Tom Hanks myndina. Við ætluðum reyndar að fara á Traffic, en það var uppselt á hana. Cast Away var bara nokkuð góð, þrátt fyrir að hún hafi verið mjög langdregin.

Í raun var Tom Hanks einn að tala við blakbolta hálfa myndina. Myndin er þó meira spennandi en hún hljómar.

Dancer In the Dark

Ég var að lesa gagnrýni á CNN um Dancer In the Dark. Þar heimtar gagnrýnandinn að Björk fái Óskarsverðlaunin og hann segir í raun enga samkeppni vera um verðlaunin. Ég er reyndar sammála manninum. Ég hef sjaldan séð annan eins leik. Það er hinsvegar spurning hvort Björk verður í náðinni hjá Akademíunni í mars 2001.

Go

Ég sá myndina Go í gær og fannst mér hún nokkuð góð. Ég er ekki ennþá byrjaður að læra, en ég fer vonandi að komast í stuð.