Fyrst ég er byrjaður að mæla með efni á þessu bloggi þá get ég haldið áfram að tína til það sem ég hef elskað síðustu mánuði.
Freedom eftir Jonathan Frantzen er frábær bók – sú besta sem ég hef lesið í mörgu ár. Ég elskaði The Corrections – las hana á einhverju ferðalagi fyrir nokkrum árum og var því spenntur fyrir Freedom. Ég og Margrét lásum hana bæði í Indlandsferðinni og við vorum bæði mjög hrifin. Ef þú lest bara eina bók á árinu, þá er Freedom góður kostur.
Besta bíómynd sem ég hef séð síðustu vikur er 50/50. Frábær mynd þar sem Joseph Gordon-Levitt leikur 27 ára gamlan strák sem fær krabbamein. Seth Rogen leikur besta vin hans og Anna Kendrick er frábær sem læknir hans (hún var frábær í Up in the Air og ekki síðri í þessari mynd).
Já, og ég held að ég hafi ekki skrifað um það á þessu bloggi en síðasta sería af Curb Your Enthusiasm (númer átta) er stórkostleg. Ég er á því að þetta séu fyndnustu sjónvarpsþættir í heimi . Sería 7 þar sem hann safnar saman Seinfeld leikurunum var ekkert rosalega góð að mínu mati, en áttunda serían, sem gerist að hluta til í New York, er frábær.