Ég var að lesa gagnrýni á CNN um Dancer In the Dark. Þar heimtar gagnrýnandinn að Björk fái Óskarsverðlaunin og hann segir í raun enga samkeppni vera um verðlaunin. Ég er reyndar sammála manninum. Ég hef sjaldan séð annan eins leik. Það er hinsvegar spurning hvort Björk verður í náðinni hjá Akademíunni í mars 2001.