Harry Kewell!!!

kewell.jpgÞá er Harry Kewell kominn til Liverpool og því eru allir United stuðningsmenn, sem ég þekki, farnir að halda því fram að hann geti ekkert í fótbolta og sé gríðarlega ofmetinn leikmaður og bla bla bla.

Staðreyndin er sú að Kewell er einhver allra skemmtilegasti og besti leikmaðurinn í ensku deildinni og það er hreint með ólíkindum að hann komi til Liverpool fyrir 1/5 af þeirri upphæð, sem Real Madrid borgaði fyrir David Beckham, þrátt fyrir að Beckham sé 4 árum eldri.

Ég man hreinlega ekki hvenær ég var síðast jafnspenntur fyrir því að leikmaður kæmi til Liverpool. Svei mér þá, ég held að það hafi hreinlega ekki gerst síðan ég var smá strákur og John Barnes kom til liðsins. Undanfarin ár hafa stærstu kaupin hjá Liverpool nefnilega verið á El-Hadji Diouf, Emile Heskey og Dietmar Hamann. Hamann er bestu kaupin úr þeim hópi en hann er ekki beint leikmaður, sem maður yrði mjög spenntur að sjá spila.

Kewell er það góður að hann gæti bætt Liverpool liðið umtalsvert. Allt í einu á maður auðvelt að gleyma martröðinni, sem síðasta keppnistímabil var, og horfa nokkuð bjartsýnn til næsta tímabils. Ég sagði í lok síðasta tímabils að Liverpool þyrfti þrjá leikmenn: hægri bakvörð, vinstri kantmann og framherja. Núna er liðið búið að kaupa Steve Finnan í bakvörðinn og Kewell á kantinn. Helst vildi ég sjá annan framherja koma til liðsins. Eða þá að Houllier myndi heita mér að sama hvað gerðist, þá myndi hann ekki setja Emile Heskey inná. Þá yrði ég líka sáttur.

Það er mér löngu ljóst að það leiðinlegasta við sumarið er að þá er enginn enskur bolti. Ég get ekki beðið þangað til í ágúst eftir að boltinn byrji aftur að rúlla. Þá verður sko gaman.

Harry Kewell!!!

kewell.jpgÞá er Harry Kewell kominn til Liverpool og því eru allir United stuðningsmenn, sem ég þekki, farnir að halda því fram að hann geti ekkert í fótbolta og sé gríðarlega ofmetinn leikmaður og bla bla bla.

Staðreyndin er sú að Kewell er einhver allra skemmtilegasti og besti leikmaðurinn í ensku deildinni og það er hreint með ólíkindum að hann komi til Liverpool fyrir 1/5 af þeirri upphæð, sem Real Madrid borgaði fyrir David Beckham, þrátt fyrir að Beckham sé 4 árum eldri.

Ég man hreinlega ekki hvenær ég var síðast jafnspenntur fyrir því að leikmaður kæmi til Liverpool. Svei mér þá, ég held að það hafi hreinlega ekki gerst síðan ég var smá strákur og John Barnes kom til liðsins. Undanfarin ár hafa stærstu kaupin hjá Liverpool nefnilega verið á El-Hadji Diouf, Emile Heskey og Dietmar Hamann. Hamann er bestu kaupin úr þeim hópi en hann er ekki beint leikmaður, sem maður yrði mjög spenntur að sjá spila.

Kewell er það góður að hann gæti bætt Liverpool liðið umtalsvert. Allt í einu á maður auðvelt að gleyma martröðinni, sem síðasta keppnistímabil var, og horfa nokkuð bjartsýnn til næsta tímabils. Ég sagði í lok síðasta tímabils að Liverpool þyrfti þrjá leikmenn: hægri bakvörð, vinstri kantmann og framherja. Núna er liðið búið að kaupa Steve Finnan í bakvörðinn og Kewell á kantinn. Helst vildi ég sjá annan framherja koma til liðsins. Eða þá að Houllier myndi heita mér að sama hvað gerðist, þá myndi hann ekki setja Emile Heskey inná. Þá yrði ég líka sáttur.

Það er mér löngu ljóst að það leiðinlegasta við sumarið er að þá er enginn enskur bolti. Ég get ekki beðið þangað til í ágúst eftir að boltinn byrji aftur að rúlla. Þá verður sko gaman.

Bikar!

dudek_worthington.jpgJa hérna, haldiði ekki að Liverpool hafi bara unnið bikar um helgina. Þetta var dálítið skrítin upplifun að horfa á leikinn, því ég horfði á hann með Emil og við höfum nokkurs konar þögult bandalag um að monta okkur ekkert alltof mikið af sigurgöngu okkar liða en hann heldur með United. Ég stökk því ekki nema einu sinni upp þegar Liverpool skoruðu mörkin og dansaði engan stríðsdans. Ég sleppti líka að öskra alltof mikið í leikslok.

En mikið afskaplega var þetta nú gaman. Loksins eitthvað til að fagna. Ég held að ég hafi ekki fagnað raunverulega í leikslok í marga mánuði.

Og yndislegast af öllu var náttúrulega að Jerzy Dudek var maður leiksins. Þrátt fyrir að ég hafi gagnrýnt nær alla leikmenn Liverpool undanfarið þá datt mér aldrei í hug að gagnrýna Dudek, því ég er fullkomlega sannfærður um að hann sé besti markvörður í heimi. Ég man að þegar hann kom aftur inní markið á móti Crystal Palace þá fékk maður aftur þessa gömlu öryggistilfinningu, sem maður hafði misst í leikjunum í nóvember.

Dudek er náttúrulega snillingur en honum var enginn greiði gerður með að hafa hann í liðinu í desember því hann var greinilega ein taugahrúga. Núna er hann hins vegar búinn að ná sé og það er frábært.

Og Diouf var bara góður líka. Ja hérna. Hann tók Silvestre hvað eftir annað í bakaríið. En náttúrulega var Emile Heskey lélegur einsog ávallt. Það var lygilega mikil breyting þegar Baros kom inná. Eftir nokkrar mínútur var hann búinn að rekja boltann upp allan völlinn, draga að sér þrjá menn og gefa svo sendingu á Gerrard í dauðafæri. Vonandi að Houllier átti sig bara á því einhvern daginn að Baros er mun betri en Heskey. Ekki nóg með það heldur er Baros líka 4 árum yngri.

Og víst maður hefur skammað Houllier oft, þá verður maður líka að hrósa honum þegar gengur vel. Núna lagði hann leikinn upp á besta hátt og setti í raun það lið, sem ég hefði sett inná (fyrir utan Heskey og Carragher). Það er ljóst að Houllier er ekki á leiðinni burt, þannig að maður verður bara að vona að hann átti sig á mikilvægi þess að liðið spili sókarbolta. Ég þoli ekki fleiri tímabil af þessari varnarknattspyrnu. Meira að segja Michael Owen er búinn að fá nóg.

Bikar!

dudek_worthington.jpgJa hérna, haldiði ekki að Liverpool hafi bara unnið bikar um helgina. Þetta var dálítið skrítin upplifun að horfa á leikinn, því ég horfði á hann með Emil og við höfum nokkurs konar þögult bandalag um að monta okkur ekkert alltof mikið af sigurgöngu okkar liða en hann heldur með United. Ég stökk því ekki nema einu sinni upp þegar Liverpool skoruðu mörkin og dansaði engan stríðsdans. Ég sleppti líka að öskra alltof mikið í leikslok.

En mikið afskaplega var þetta nú gaman. Loksins eitthvað til að fagna. Ég held að ég hafi ekki fagnað raunverulega í leikslok í marga mánuði.

Og yndislegast af öllu var náttúrulega að Jerzy Dudek var maður leiksins. Þrátt fyrir að ég hafi gagnrýnt nær alla leikmenn Liverpool undanfarið þá datt mér aldrei í hug að gagnrýna Dudek, því ég er fullkomlega sannfærður um að hann sé besti markvörður í heimi. Ég man að þegar hann kom aftur inní markið á móti Crystal Palace þá fékk maður aftur þessa gömlu öryggistilfinningu, sem maður hafði misst í leikjunum í nóvember.

Dudek er náttúrulega snillingur en honum var enginn greiði gerður með að hafa hann í liðinu í desember því hann var greinilega ein taugahrúga. Núna er hann hins vegar búinn að ná sé og það er frábært.

Og Diouf var bara góður líka. Ja hérna. Hann tók Silvestre hvað eftir annað í bakaríið. En náttúrulega var Emile Heskey lélegur einsog ávallt. Það var lygilega mikil breyting þegar Baros kom inná. Eftir nokkrar mínútur var hann búinn að rekja boltann upp allan völlinn, draga að sér þrjá menn og gefa svo sendingu á Gerrard í dauðafæri. Vonandi að Houllier átti sig bara á því einhvern daginn að Baros er mun betri en Heskey. Ekki nóg með það heldur er Baros líka 4 árum yngri.

Og víst maður hefur skammað Houllier oft, þá verður maður líka að hrósa honum þegar gengur vel. Núna lagði hann leikinn upp á besta hátt og setti í raun það lið, sem ég hefði sett inná (fyrir utan Heskey og Carragher). Það er ljóst að Houllier er ekki á leiðinni burt, þannig að maður verður bara að vona að hann átti sig á mikilvægi þess að liðið spili sókarbolta. Ég þoli ekki fleiri tímabil af þessari varnarknattspyrnu. Meira að segja Michael Owen er búinn að fá nóg.

Houllier burt!

Varúð, þessi grein er skrifuð af reiðum Liverpool aðdáenda og hún verður ábyggilega löng!

Aldrei hefði mig grunað að ég myndi skrifa þetta á þessa heimasíðu. En það er komið að því: Gerard Houllier þarf að hætta hjá Liverpool.

Þetta leiktímabil verður alltaf hræðilegra og hræðilegra. Eina, sem gæti mögulega toppað þetta væri ef Liverpool myndi tapa 5-0 fyrir Manchester United í Cardiff. Það að tapa 2-0 fyrir liði, sem er í 10. sæti í fyrstu deild eru úrslit, sem Liverpool aðdáendur mun aldrei sætta sig við. Aldrei nokkurn tímann.

Mér hefur í raun aldrei liðið svona gagnvart Liverpool. Í kvöld þegar ég byrjaði að horfa á leikinn þá var ég ekkert spenntur. Ég var vart búinn að hugsa um leikinn í allan dag. Svo byrjaði leikurinn og þá tók við þessi sama ömurlega spilamennska og hefur einkennt liðið í nær allan vetur. Einsog svo oft áður hafði maður ekki nokkra ástæðu til að gleðjast. Ekki yfir fallegu spili, ekki fallegum mörkum eða sendingum. Bara hreinræktuð leiðindi. Jafnvel þó Liverpool væru manni fleiri á heimavelli gegn fyrstu deildar liði tókst liðinu ekki að spila skemmtilega og spennandi knattspyrnu.
Continue reading Houllier burt!

Houllier burt!

Varúð, þessi grein er skrifuð af reiðum Liverpool aðdáenda og hún verður ábyggilega löng!

Aldrei hefði mig grunað að ég myndi skrifa þetta á þessa heimasíðu. En það er komið að því: Gerard Houllier þarf að hætta hjá Liverpool.

Þetta leiktímabil verður alltaf hræðilegra og hræðilegra. Eina, sem gæti mögulega toppað þetta væri ef Liverpool myndi tapa 5-0 fyrir Manchester United í Cardiff. Það að tapa 2-0 fyrir liði, sem er í 10. sæti í fyrstu deild eru úrslit, sem Liverpool aðdáendur mun aldrei sætta sig við. Aldrei nokkurn tímann.

Mér hefur í raun aldrei liðið svona gagnvart Liverpool. Í kvöld þegar ég byrjaði að horfa á leikinn þá var ég ekkert spenntur. Ég var vart búinn að hugsa um leikinn í allan dag. Svo byrjaði leikurinn og þá tók við þessi sama ömurlega spilamennska og hefur einkennt liðið í nær allan vetur. Einsog svo oft áður hafði maður ekki nokkra ástæðu til að gleðjast. Ekki yfir fallegu spili, ekki fallegum mörkum eða sendingum. Bara hreinræktuð leiðindi. Jafnvel þó Liverpool væru manni fleiri á heimavelli gegn fyrstu deildar liði tókst liðinu ekki að spila skemmtilega og spennandi knattspyrnu.
Continue reading Houllier burt!