Stelpur og Britní

Ja hérna. Loksins þegar maður er kominn með framtiðarskipulagið á hreint þá fær maður þessar fréttir:

[Britney er að fara að gifta sig](http://www.nydailynews.com/front/story/208052p-179350c.html)

Hvað get ég eiginlega sagt? Ég sem var búinn að bóka það að við Britní myndum enda saman. Ég vissi varla að hún væri á föstu. Og svo er hún bara alltíeinu að fara að giftast einhverjum 26 ára gömlum dansara. Þetta er hneyksli. HNEYKSLI! Britney segir í viðtali:

*”Here’s something new,” she said. “I love cleaning, I really do. I’m like Suzy Homemaker. I’m starting to learn how to cook. … I’m learning how to make all my mom’s salads. I definitely want to have some kids; I see myself with four or five,”*

Já, það er kominn tími á barneignir enda er Britney alveg orðin 22 ára gömul. Barneignir mega ekki bíða mikið lengur. En þetta er allavegana sorgardagur. Núna verð ég að finna einhverja stelpu til að koma í stað Britney! Það verður ekki auðvelt að fylla hennar skarð.


Annars fannst mér [þessi færsla hjá Soffíu vera virkilega sniðug]( http://voffvoff.blogspot.com/2004_06_01_voffvoff_archive.html#108836035074098403). Ég leyfi mér að kvóta:

>Ég skil ekki veröldina. Hversu oft hef ég ekki eytt klukkustundum saman í að hafa mig til fyrir djamm. Velja nógu þröng og efnislítil föt, spegla mig rækilega, slétta hárið, mála mig, allt í þeim tilgangi að vera sæt og sexý fyrir karlpeninginn. En allt kemur fyrir ekki og maður veltir því fyrir sér hvort maður sé kannski ósýnlegur? Í gærkvöldi var ég hins vegar í hversdagsfötum og lítið tilhöfð – enda ekki ætlunin að djamma neitt. Við Valla fórum í bíó á Mean Girls og kíktum svo á Hverfisbarinn. Jeminn eini, við áttum ekki til orð. Við fengum svo þvílíka athygli að það hefði mátt halda að við værum einu stelpurnar á svæðinu (svo var auðvitað ekki, fullt af gellum í efnislitlum fötum sveimandi um staðinn). Í þokkabót var athyglin ekki frá ljótum lúðum (eins og manni finnst allt of oft) heldur frá þvílíkt myndarlegum gæjum sem blikkuðu okkur hægri vinstri. Þetta var að sjálfsögðu gott fyrir egóið en ég var bara svo hissa, sérstaklega er ég leit í spegil og sá súkkulaðiklessu á bolnum mínum. Kannski eru stelpur bara að misskilja allt saman? Það er ekki brjóstaskoran og tíu lög af maskara sem blíva? Eða hvað?

Ég veit ekki hvort heillar mig meira að stelpur séu stífmálaðar, eða þá bara eðlilegar á djamminu. Ef stelpan er sæt, þá skiptir málningin svosem litlu. Það sem mér fannst fyndið var setningin um blikkið. Er þetta í alvöru að gerast að strákar séu að blikka stelpur á djamminu? Mér fannst þetta hljóma einsog úr einhverri gamalli bandarískri bíómynd. Ætli strákarnir hafi líka flautað?

Allavegana, ég held að ég hafi aldrei blikkað ókunnuga stelpu. Hélt að það myndi ekki virka. Kannski maður ætti að prófa þetta. Ég stóð í þeirri trú að slíkt myndi ekki vekja mikla hrifningu hjá stelpum. En kannski hefur það breyst. Já, og svo verð ég líka að læra að flauta almennilega. 🙂

*By the way*, fæ ég ekki einhver verðlaun fyrir að hafa fundið þessa fáránlega sætu mynd af Britní? Ég meina vá! Váááááááá!

GMail boðskort

Þar sem ég er snillingur, þá á ég 4 stykki [GMail](https://gmail.google.com) invite. Er nú þegar búinn að gefa yfirnördunum í mínum vinahóp 2 stykki og á nú 4 eftir.

Þannig að ef þig langar í GMail reikning, smelltu þá þínu kommenti í ummælin við þessa færslu.

Annars er ég enn að velta því fyrir mér hvort ég eigi að losa mig við simnet.is reikningana og skipta alveg yfir í GMail. Nýja póstfangið mitt er allavegana: **einarorn ( hjá ) gmail.com**

Úfffff

Vá, síðan búin að vera niðri í heila viku. Og það á versta tíma, yfir alla páskana þegar mig langaði svo oft að skrifa eitthvað. Spurning hvort áhugi minn á þeim umfjöllunarefnum hafi ekki minnkað núna.

Allavegana, þetta var tölvukalla-klikk. Ég ætla að veðja við einhvern í vinnunni minni að það geti ekki liðið 2 vikur án þess að ég lendi í einhverju tölvuböggi. Tölvukerfi bara virðast ekki getað virkað mikið lengur en það. Já, ef allir ættu bara Makka.

En allavegana, held að síðan sé komin upp. Það væri gaman ef einhver myndi kommenta þegar þeir sjá þetta, svo ég viti að síðan virki ekki bara á Hagamelnum.


Já, og er þetta ekki bara gott mál? Ég er hvort eð er svo oft ósammála Birni Bjarna, þannig að ég tippa á að svo sé líka núna. Nenni ekki að lesa þetta allt, en það, sem hefur verið matað oní mig um þetta frumvarp, hljómar ekki vel. Já, og svo styður flokkur framfarasinna þetta frumvarp. Það getur ekki vísað á gott.

GooOS

Mjög [athyglisverðar pælingar hjá Kottke](http://www.kottke.org/04/04/google-operating-system) um Google og hvert þeir stefna.

Maður hefur heyrt fullt af samsæirskenningum um Google, en þessi pistill hjá Kottke (og pistillinn, sem hann [vísar á](http://blog.topix.net/archives/000016.html)) eru mjög athyglisverðir.

Heimaræktað spaghettí

Ég vísaði reyndar á þessa síðu í fyrra, en þetta hefur breyst eitthvað: Top 100 April Fool’s Day Hoaxes of All Time. Toppsætið er æði! BBC var með frétt um það að vegna milds vetrar hefði spaghettí uppskeran í Sviss verið óvenju góð. Það er meira að segja hægt að horfa á vídeó-ið með þessari frétt. Mjög fyndið!

“For those who love this dish, there’s nothing like real home-grown spaghetti.”

Mun fyndnara en það að ___________ sé á Íslandi og sé að fara að ___________ í kvöld. Það má alveg fara að hvíla þann brandara.

Tengdur

Síðan komin upp eftir viku. Datt niður vegna breytingu á server.

Kannski mun maður í framtíðinni upplifa þann dag þegar tölvukallar geta skipt um forrit eða server án þess að allt fari í fokk. Sá dagur virðist hins vegar seint ætla að koma.

MT uppfærsla

Uppfærði MT uppí útgáfu 2.661 eftir að hafa lesið þessa færslu hjá Má. Hef fengið smá kommenta spam, en aðallega referrer spam yfir á einhverjar þýskar síður. En allavegana, þá væri gott að fá að vita ef eitthvað er í ólagi við síðuna.

Ég var áður með útgáfu 2.6, en fann enga sérstaka ástæðu til að uppfæra (mig minnti einhvern veginn að það hafi alltaf verið mun meira vesen en það var) fyrr en að ég sá þessar pælingar um kommentaspam.

Skírlífi er lausn vandans!

Í framhaldi af skrifum um stefnuræðu Bush, þá er hérna snilldar listi, sem einhverjir Kristnir spekingar hafa sett saman:

100 atriði, sem pör geta gert í stað þess að stunda kynlíf. Þetta á víst að hjálpa fólki að forðast kynlíf einsog heitan eldinn þangað til það giftir sig. (via BB)

Meðal annars:

3. Put together a puzzle with 1,000 pieces.
6. Play hide-and-seek in a cornfield.
9. Pray together.
10. Do a crossword puzzle.
25. Make paper airplanes.
34. Color eggs–even if it isn’t Easter.
37. Go to a G-rated movie.
61. Read 1 Corinthians 13.
78. Run errands for your parents.

Jammmmm.