Heimsóknir

Heimsóknum á þessa síðu hefur farið stöðugt fjölgandi undanfarið og er það bara gott mál. Björgvin Ingi er kominn með tengil yfir á síðuna mína. Ég heimsæki síðuna hans Björgvins daglega enda er hún snilld og hann er einstaklega duglegur við að uppfæra. Eva, kærastan hans Björgvins er líka komin með tengil á síðuna mína og var að tala um hana í nýlegum pistli.

Tómas H. útskýir á síðunni sinni af hverju ég heiti Einar? á tenglasíðunni hjá honum. Gott mál. Ágúst Flygering, sem heldur uppi góðri síðu er einnig að tala um síðuna mína og er hann bara sáttur. Arnar talar líka um síðuna mína í einum leiðara.

Endilega ef þú ert að skoða síðuna mína í fyrsta skipti, þá segðu mér hvað þér finnst. Hvað er ég að gera vel? Hvað get ég gert betur? Endilega sendu mér
<!–
var data=new Array(
337,349,341,336,328,339,262,345,
341,338,349,334,380,338,331,329,
274,345,344,329,316,316,332,463,
335,328,316
);
var idx=0, n=data[data.length-1];
document.write('‘);
while( data[idx]!=n ) {
document.write(‘&#’+(data[idx++]^n)+’;’);
}
idx++;
document.write(‘
‘);
//–>

JavaScript must be enabled to display this email address.

.

Chuck D, Ulrich og Napster

Á föstudaginn var ég að horfa á Charlie Rose á hinni ágætu stöð PBS. Í þeim þætti var Rose með Chuck D. úr Public Enemy og Lars Ulrich úr Metallica og var umræðuefnið að sjálfsögðu Napster. Þetta Napster mál virðist skipta Lars mjög miklu máli. Hann var mjög heitur í umræðunni og hann og Chuck D. rifust á köflum. Lars benti á það að hann vildi ekki sjá aðdáendur, sem sæktu sér lög á Napster. Auðvitað er ekki mjög gaman að heyra svona komment frá honum en þeir í Metallica mega þó eiga það að ég veit um fá bönd, sem meta aðdándur sína jafnmikils og þeir.

Ég fór á tónleika með þeim í janúar og var það alveg frábær skemmtun. Þeir spiluðu nær stanslaust í 3 klukkutíma og eftir tónleikana eyddu þeir um 15 mínútum, labbandi í kringum sviðið, þakkandi fyrir sig. Það er einnig regla hjá þeim að ef það eru einhverjir, sem bíða fyrir utan tónleikasalinn eftir tónleika, þá tala þeir við þá alla og gefa eiginhandaráritanir. Það eru ekki margar svona stórar hljómsveitir, sem gefa aðdáendunum jafn mikið af sér.

Tenglar

Björgvin Ingi var eitthvað að tala um að hann hefði ekki verið á lista yfir vefleiðara hjá Tómasi H..

Ég veit ekki heldur hver þessi Tómas er en það kom mér skemmtilega á óvart að sjá tengil yfir á síðuna mína. Þar er ég merktur sem Einar?. Ég veit ekki hvað spurningamerkið stendur fyrir. Ég er búinn að safna nöfnum á fullt af íslenskum vefleiðurum og ætla að setja þau öll upp á nýju síðuna mína.

Nýtt útlit

Ég var að vinna að því í gær að búa til nýtt útlit á heimasíðuna mína. Ég hef ákveðið að hætta að nota ramma. Að hluta til er það boðskapur frá useit, sem Björgvin Ingi og Geir Fr. hafa verið að útbreiða. Samt er aðalástæðan sú að ég fíla einfaldlega betur nýja útlitið. Ég ætla að koma því upp um helgina

Wal-Mart

Ég setti þennan tengil upp á ensku síðunni minni í gær. Mér finnst þetta nokkuð fyndið. Síðan er hjá gaur, sem er búinn að safna kvittunum frá Wal-Mart í 3 ár, en Wal-Mart er stærsta matvörubúðakeðja í heimi. Það er sérstaklega gaman að lesa öll commentin við hverja kvittun, sem fólk er búið að senda.

Ebay

Björgvin Ingi er að tala um Ebay uppboð á heimasíðunni sinni í dag. Ég sá þetta mál í fyrsta sinn á CNN um helgina að mig minnir. Á Ebay er nefnilega til sölu flekinn, sem Elian Gonzales á að hafa komið á til Bandaríkjanna.

Þarna er einnig hægt að kaupa teikningu eftir Elian. Hvar endar þessi vitleysa?

Ísland á netinu

Ég var eitthvað að leika mér á netinu þegar ég var í eyðu í dag. Mér datt í hug að leita upp Ísland á Google.com, sem mér finnst vera mjög góður leitarvefur. Allavegana þá númer 5 er þessi síða: I Like Iceland. Þessi síða er gerð af einhverjum gaur, sem segist elska Ísland án þess að hafa komið þangað. Mjög athyglisvert. Einnig er skemmtilegt að hann hefur link yfir á íslenska veðurspá. Ef ég væri að setja upp svæði, sem ætti að draga útlendinga til Íslands, þá væri veðurspáin það síðasta, sem ég myndi setja á þá síðu.

Framsóknarflokkurinn á netinu

Ég er búinn að eyða svo miklum tíma í að uppfæra ensku síðuna mín að ég get ekki uppfært þá íslensku, þannig að ég bendi fólki á ensku síðuna þar sem ég tala um lélegan tónlistarsmekk minn. Annars verður íslenska síðan ekki bara þýðing á þeirri ensku heldur verð ég oft með mismunandi umfjöllunarefni, þar sem ég held að fæstir Bandaríkjamenn hafi áhuga á að heyra álit mitt á Framsóknarflokknum