Ég var eitthvað að leika mér á netinu þegar ég var í eyðu í dag. Mér datt í hug að leita upp Ísland á Google.com, sem mér finnst vera mjög góður leitarvefur. Allavegana þá númer 5 er þessi síða: I Like Iceland. Þessi síða er gerð af einhverjum gaur, sem segist elska Ísland án þess að hafa komið þangað. Mjög athyglisvert. Einnig er skemmtilegt að hann hefur link yfir á íslenska veðurspá. Ef ég væri að setja upp svæði, sem ætti að draga útlendinga til Íslands, þá væri veðurspáin það síðasta, sem ég myndi setja á þá síðu.