Katrín og femínistar

Nýja kærstan mín, hún Katrín er komin í skemmtilegt stríð við femínista eftir nokkurt hlé. Katrín fer meðal annars á kostum með skotum á þær í dag og í gær.

Þetta femínistafélag virðist vera afskaplega barnalegt á köflum. Í dag hafa þær breytt síðu, sem Katrín benti á, í eitthvað diss á Katrínu og hennar ego. (það er búið að breyta síðunni aftur. Svona leit hún út með Katrínardissinu)

Á þessari síðu var nefnilega áður samansafn af greinum um femínista. Þar var meðal annars bent á skrif eftir Katrínu, mig og fleiri. Katrín fann síðuna og benti á hana. Femínistar láta að því liggja að Katrín hafi fundið síðuna á einhverju egó trippi.

Það er hins vegar afskaplega auðvelt að finna þessa síðu. Ég vænti þess að Katrín hafi fundið hana þegar hún var að fara yfir það hverjir vísa á síðuna hennar. Til dæmis sést á þessari færslu minni að “feministinn.is” hefur vísað á færsluna mína. Þegar ég slæ á þann link kemst ég beint á síðuna, sem er núna tileinkuð Katrínu.

Æi, þetta femínistafélag er hálf kjánalegt oft á tíðum. Það er þó fínasta skemmtiefni að lesa síðuna hennar Katrínar þegar hún skýtur á kynsystur sínar.

Þér skuluð ekki ná í lög ólöglega

Þetta er skondin frétt (via Boing Boing)

Samkvæmt henni þá hefur sala á kristilegri tónlist dregist saman um 11% á meðan að sala á annarri tónlist hefur dregist saman um 8%. Það virðist vera sem að strangtrúaðir séu duglegri en aðrir að ná sér í tónlist ólöglega.

But as the Rev. Paul Durham, pastor of Nashville’s Radnor Baptist Church, points out, many Christian-music listeners think of file-swapping as sharing God’s message. “It’s like a ministry,” he says. That’s how Marlee Welsh, 18, of Bethesda, Md., sees it. “You’re supposed to receive and spread God’s word,” she says, “and by that I don’t think downloading is stealing.” Darren Whitehead, youth minister at the People’s Church in Franklin, Tenn., questions the morality of file sharing, but he hopes that “spreading the Gospel takes priority for the music companies over profit–assuming that they’re Christian.”

Maus, molar

  • Nýja Maus platan er hrein snilld. Ég get hreinlega ekki skilið af hverju allir Íslendingar eru ekki sammála mér. Öll lögin eru grípandi og ég er ekki búinn að snerta Metallica eða Radiohead diskana mína síðan ég fékk Maus. Hinar tvær uppáhalds íslensku hljómsveitirnar mínar, Quarashi og SigurRós eru báðar búnar að meika það í útlöndum, þannig að mér finnst að Maus eigi að verða næstir. Þeir eiga það skilið.
  • Ég var að koma frá Noregi, var í Osló í nokkra daga. Komst að því að Norðmenn geta ekki sagt “ú”. Einsog til dæmis “Just Dú It”. Það verður “Just Du it”, sem hljómar ekki eins vel. Heyrði samt norskt rapp, sem var bara helvíti gott.
  • Ég er kominn með nýjan síma, sem ég er alveg yfirmig ástfanginn af. Gamla símanum var stolið af einhverjum fábjána á Hverfisbarnum. Refsingin fyrir slík brot ætti að vera hörð, til dæmis að banna viðkomandi að nota GSM síma það sem eftir er ævinnar. Ég er viss um að enginn Íslendingur myndi þola slíka refsingu!
  • The Office eru snilldar þættir. Ég missti af þeim í Sjónvarpinu en hef séð þá tvisvar í Icelandair vélum undanfarnar vikur. Ég var svo hrifinn að ég ákvað að kaupa mér þættina á DVD. By the way, þegar ég var að leita á Amazon, þá kom þessi diskur upp þegar eg leitaði að The Office. Ég var að spá í að skella honum í pakkann en sá svo að hann fékk lélega dóma.:)
  • Og ef Gerard Houllier er ennþá að lesa þessa síðu: Kauptu Damien Duff!!! (Og Cisse líka). Þú mátt selja Smicer, Cheyrou, Heskey (í gvöðanna bænum) og Carragher.
  • Og þetta er náttúrulega snilld.

Trackback æði

Trackback, sem ég var að rembast við að útbreiða fyrir einu ári, er allt í einu orðið mjög vinsælt. Til dæmis er Múrinn núna kominn með Trackback einsog ég var að vonast eftir fyrir ári.

Ég er reyndar með slökkt á Trackback, því það er eitthvað við Windows IIS servera, sem gera Trackback erfitt fyrir. Þess vegna nota ég í staðinn “referrer” script, sem sést á öllum færslum mínum, til dæmis hér.

John Gruber á Makka síðunni Daring Fireball skrifar í dag nokkuð athyglisverað gagnrýni á Trackback og kosti “referrer” scripta umfram Trackbackið. Ég er nokkuð sammála honum. Referrer scriptin hafa það náttúrulega umfram Trackback að sá, sem vísar á færslurnar mínar þarf ekki að gera neitt nema að vísa á færsluna, hann þarf enga sérstaka tækni til þess að hans vísun komi fram.

Gagnrýni hans beinist fyrst og fremst að því að ef menn nota Trackback, þá munu tilvísanirnar aðeins koma úr mjög svo takmörkuðum hóp fólks, sem notar Trackback. Kostir “referrer” scripta eru til dæmis augljósir þegar að síður aðrar en bloggsíður vísa á færslur.

Movable Type og Typepad

Þau Trott hjónin, sem eru snillingarnir á bak við Movable Type eru að fara að setja af stað blogg þjónustu, svipaða og Blogger, sem mun nefnast Typepad. Þetta mun verða þjónusta, sem notendur borga mánaðargjald fyrir. Þar mun fólk geta sett upp einfalt en fullkomið blogg, sem er vistað útí heimi. Þannig þarf fólk ekkert að hafa kunnáttu á PHP eða FTP eða Perl, sem er nauðsynleg til að fólk geti sett upp Movable Type, sem er án efa besta blogg kerfið í dag.

Ben Hammersley hefur fengið að prófa Typepad og hann skrifar um forritið í The Guardian. Þar segir meðal annars:

The features are remarkable: there is a very powerful, but extremely simple, template builder. Users can redesign their weblogs and create fully compliant XHTML pages, with out knowing what that last phrase means. There is a built-in photo album, built-in server stats, so you can see who is coming to visit you and from where, built-in blogrolling (listing the sites you like to read), and built-in listing for your music, books and friends, producing a complete friend-of-a-friend file for every user.

Þetta kerfi lofar mjög góðu og það verður spennandi að sjá hvernig þetta mun virka. Sennilega mun þetta ekki höfða til Movable Type notenda, þar sem þeir eru búnir að ganga í gegnum allt vesenið við að koma upp blogginu sínu, heldur fyrst og fremst þeirra, sem nota Blogger í dag en vilja bæta við eiginleikum við bloggin sín.

By the way, þá hvet ég alla, sem nota Movable Type til þess að leggja fram pening fyrir notkunina. Þau hjónin eiga það svo sannarlega skilið.

Bloggað í 3 ár!

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er þessi bloggsíða mín nú þriggja ára gömul. Fyrsta færslan var skrifuð 22. apríl 2000. Þá var ég á öðru ári í hagfræði útí Chicago og mig langaði að prófa að skrifa vefleiðara einsog Björgvin Ingi og Geir Freyr höfðu verið að gera í nokkrar vikur.

Ég hafði haldið úti fremur dapri heimasíðu í nokkurn tíma en mér fannst hún ekki ýkja áhugaverð, þar sem hún var nánast aldrei uppfærð. Því fannst mér vefleiðaraskrif vera sniðug hugmynd.

Ég hef allavegana enst í 3 ár og eftir mig liggja einhverjar 800 færslur, allt frá stuttum færslum um bíóferðir og djamm í upphafi til lengri pistla um pólitík núna uppá síðkastið. Síðan hefur í gegnum tíðina breyst úr því að vera dagbók á meðan ég var erlendis í námi, til þess að fjalla meira um pólitík og íþróttir og minna um mitt einkalíf.

Ég ætla nú ekkert að monta mig en það eru nú ekki margir á Íslandi, sem hafa enst jafn lengi og ég án þess að stoppa. Oft hafa uppfærslurnar dottið niður en alltaf hefur eitthvað komið til, sem hefur endurnýjað áhuga minn á þessari síðu. Ég vonast til þess að mér takist að halda uppi áhuga mínum og lesenda áfram.

Djöfulsins viðbjóður

Á leiðinni heim úr vinnunni rakst ég yfir á Létt 96.7. Þar var verið að spila “Baby I Love Your Way/Freebird” með hljómsveitinni Will to Power. Þetta er án efa einhver stórkostlegasti viðbjóður allra tíma. Þarna tók eitthvað 80’s band sig til og tók kafla úr Baby I Love Your Way eftir Peter Frampton og kafla úr snilldarlaginu Freebird eftir Lynyrd Skynird, blandaði lögunum saman, settu takt undir og sungu saman. Hörmung!


Ég er ekki mikill aðdáandi Donald Rumsfeld. Hann er samt alveg ótrúlega skemmtilegur á blaðamannafundum. Það væri óskandi að allir stjórnmálamenn væru svona skemmtilegir. Hann svarar spurningum með já/nei í stað þess að halda hálftíma fyrirlestur einsog margir og er auk þess nokkuð fyndinn. Svo stjórnar hann blaðamannafundunum einsog herforingi.


Mikið var gaman að sjá fögnuðinn í Bagdad í dag. Vonandi að þetta sé búið. Meira að segja áróðursmálaráðherra Íraka hvergi sjáanlegur. Vonandi að það verði svo áfram. Samt, þá gerði bandarískur hermaður sig sekan um eitthvað stórkostlegasta PR klúður þegar hann hengdi bandaríska fánann á styttuna af Saddam.