Trackback, sem ég var að rembast við að útbreiða fyrir einu ári, er allt í einu orðið mjög vinsælt. Til dæmis er Múrinn núna kominn með Trackback einsog ég var að vonast eftir fyrir ári.
Ég er reyndar með slökkt á Trackback, því það er eitthvað við Windows IIS servera, sem gera Trackback erfitt fyrir. Þess vegna nota ég í staðinn “referrer” script, sem sést á öllum færslum mínum, til dæmis hér.
John Gruber á Makka síðunni Daring Fireball skrifar í dag nokkuð athyglisverað gagnrýni á Trackback og kosti “referrer” scripta umfram Trackbackið. Ég er nokkuð sammála honum. Referrer scriptin hafa það náttúrulega umfram Trackback að sá, sem vísar á færslurnar mínar þarf ekki að gera neitt nema að vísa á færsluna, hann þarf enga sérstaka tækni til þess að hans vísun komi fram.
Gagnrýni hans beinist fyrst og fremst að því að ef menn nota Trackback, þá munu tilvísanirnar aðeins koma úr mjög svo takmörkuðum hóp fólks, sem notar Trackback. Kostir “referrer” scripta eru til dæmis augljósir þegar að síður aðrar en bloggsíður vísa á færslur.
Ég er nú ekki búinn að lesa þessa gagnrýni á bakvísunina (TB), ég benti þeim ma. á þetta kerfi hjá þér (http://kaninka.net/pallih/000172.asp#replies) áður en þeir framkvæmdu þetta.
Hins vegar skil ég í raun þeirra sjónarmið og nú þegar Már er búinn að gera sitt tól, á að vera auðvelt fyrir hvern og einn sem hefur áhuga á því að pinga múrinn að gera það.