Bloggarablogg

Á þessari síðu eru akkúrat núna 3 myndir af Ingibjörgu Sólrúnu! Ég held að Stefán og Björn Bjarna ættu að stofna klúbb. Þar gætu þeir hist og skipst á hatursgreinum um Ingibjörgu. Á síðunni má líka finna besta titil á pistli, sem ég hef séð í langan tíma: OECD styður Sjálfstæðisflokkinn. Stórkoslegt!

Og já, ég hitti Guðmund Svansson bloggara á Hverfisbarnum. Just for the record, þá er myndin af mér 10 mánaða gömul, var tekin fyrir háskólaútskriftina. Ég held að ég hafi ekki breyst neitt svakalega síðan þá. Og ég er 180 cm hár! Hvað hélt hann eiginlega að ég væri hár?

Hei þú, bloggari!

Eru þetta ekki merkileg tíðindi í bloggheimum? Einn af guðfeðrum bloggsins að snúa aftur? Allt er hægt, víst Már er byrjaður aftur.

Mig langar að koma á framfæri nokkrum ábendingum til þeirra, sem blogga. Ég held að þær gætu gert aflestur síðna mun betri.

  1. Hafðu mynd á þér á blogginu! Það gefur síðunni meiri karakter. Einhvern veginn missi ég fyrr áhugann á síðum ef ég veit ekki hvernig viðkomandi lítur út. Mér finnst mjög gott að vita að Bjarni lítur svona út og að Katrín lítur svona út.
  2. Reyndu að hafa útlit síðunnar einstakt. Ég er ekki að tala um síður allra eigi að vera einhver listaverk. Það er hins vegar býsna þreytandi að lesa síður sem nota bara basic blogger template-in (til dæmis þetta). Ef þú kannt eitthvað pínku í HTML eða CSS breyttu þá síðunni aðeins (ef þú kannt ekki neitt, fáðu þá einhvern annan til að breyta). Settu aðra liti eða eitthvað. Það er mun betra að aðgreina síðuna ef að útlitið er öðruvísi. Lykilatriðið er að síðan þín sé ekki eins og allar aðrar. Til dæmis er síðan hans Ágústs ekkert hönnunarsnilldarverk en hún er hins vegar einstök. Það gefur henni aðeins meiri karakter.

Þetta voru bara punktarnir tveir, sem ég vildi koma til skila. Eflaust er hægt að bæta bloggsíður á mun fleiri máta en þetta er allavegana, að mínu mati, góð byrjun.

80 merkustu dagar sögunnar

Time, í tilefni 80 ára afmælis, hefur valið 80 merkustu daga síðustu 80 ára. (via MeFi

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum komst fæðingardagur minn, 17. ágúst 1977 ekki á listann.

Síðustu tveir dagar á listanum eru 29. janúar á síðasta ári þegar Bush flutti Axis of Evil ræðuna og 11. september 2001.

Þetta er gríðarlega fróðlegur listi. Auk flestra stórviðburða eru þarna nokkrir atburðir úr dægurmenningu:

Dagurinn, sem Viagra kom út
Star Wars frumsýnd
Apple stofnað
Bítlarnir koma fram hjá Ed Sullivan
Pollock heldur fyrstu sýninguna sína
Jackie Robinson varð fyrsti svertinginn til að spila í MLB deildinni í hafnabolta
Fyrsta Superman blaðið
Mikki Mús kemur fram á sjónarsviðið

Annars er allur listinn gríðarlega athyglisverður. Allir ættu að geta lært eitthvað.

1. apríl

Ég ætla ekki að reyna að vera sniðugur. En hérna er listi yfir 100 bestu aprílgöbb allra tíma.

Mér finnst númer 17 einna best:

In 1998 Burger King published a full page advertisement in USA Today announcing the introduction of a new item to their menu: a “Left-Handed Whopper” specially designed for the 32 million left-handed Americans. According to the advertisement, the new whopper included the same ingredients as the original Whopper (lettuce, tomato, hamburger patty, etc.), but all the condiments were rotated 180 degrees for the benefit of their left-handed customers. The following day Burger King issued a follow-up release revealing that although the Left-Handed Whopper was a hoax, thousands of customers had gone into restaurants to request the new sandwich. Simultaneously, according to the press release, “many others requested their own ‘right handed’ version.”

Snilld!

SUS-arinn ég?

Hmmm…. hvað í ósköpunum hef ég gert af mér til að verðskulda það að vera kallaður Sus-ari á þessari síðu?? (á lista yfir blogg vinstra megin)

Rosalega er komin mikil reiði í skrif Sverris Jakobssonar. Hann er svo reiður að hann fellur í þann fúla pytt að fara að uppnefna menn. Það er aldrei sniðugt.

Annars er bara eitt, sem fer dálítið í pirrurnar á mér þegar ég les síðuna hans, sem ég geri alloft. Það er að hann vísar nánast aldrei í greinarnar, sem hann er að mótmæla. Ég skil ekki almennilega af hverju hann gerir það ekki. Til dæmis í dag þá er hann að skjóta á einhverja hægrimenn, sem eru að verja viðbjóðinn Augusto Pinochet (ha ha!!, ég uppnefndi Pinochet, en hann á það líka skilið). Ég hefði nefnilega áhuga á að vita hvaða menn eru að verja gjörðir hans, eða gera lítið úr illvirkjum hans. Hvers konar rökræðuþrot eru menn komnir þegar þeir reyna að draga úr voðaverkum harðstjórans frá Chile. Mér dettur í hug að þetta sé eitthvað tengt því að einhver hafi verið að verja Bandaríkjamenn, en ég veit ekki (getur einhver bent mér á þessi skrif).

Jamm, það minnir mig á það. Það er alveg fáránleg einföldun að segja að bandaríska leyniþjónustan hafi komið Pinochet til valda. Og hananú!

Ungfrú Vesturland

Ja hérna, ég rakst á þessar myndir af keppendum í Ungfrú Vesturland í gegnum batman.is.

Það er nokkuð ljóst að þessi ljósmyndari á ekki mikla framtíð fyrir sér í fyrirsætuljósmyndun. Myndirnar eru teknar á einhverju safni og það er einn líkast því að stelpurnar eigi að vera algert aukaatriði. Til dæmis er þessi stelpa að þvælast inná mynd af þessu fallega stýri.

Og þessi stelpa sést hreinlega ekkert á myndinni. Ég á allavegana erfitt að gera upp við mig hvort hún sé sæt eða ekki. Mér sýnist hún þó vera sæt.

Og hvað er þetta?

Ýmislegt

Nokkrir athyglisverðir molar, sem ég er búinn að merkja við undanfarna daga.

Getur einhver sagt mér af hverju yfirlýstur Sjálfstæðismaður fagnar auknum ríkisábyrgðum???. (via gunni.null.is)

Þetta er ótrúlega sorgleg frétt.

Spekingurinn Jason Kottke er með ansi athyglisverða pælingu um Bandaríkin: America 2.0

Fyndin frétt af The Onion

Bush Orders Iraq To Disarm Before Start Of War

Maintaining his hardline stance against Saddam Hussein, President Bush ordered Iraq to fully dismantle its military before the U.S. begins its invasion next week. “U.S. intelligence confirms that, even as we speak, Saddam is preparing tanks and guns and other weapons of deadly force for use in our upcoming war against him,” Bush said Sunday during his weekly radio address. “This madman has every intention of firing back at our troops when we attack his country.” Bush warned the Iraqi dictator to “lay down [his] weapons and enter battle unarmed, or suffer the consequences.

Og að lokum, snjall rússneskur stjórnmálamaður breytir nafninu sínu í Harry Potter til að fá fleiri atkvæði.

Breytingar

Ég er aðeins búinn að vera að breyta síðunni hjá mér. Í fyrst lagi tókst mér að setja upp MySQL gagnagrunn til að halda utan um færslurnar. Hvað þýðir þetta fyrir þig, lesandi góður? Nákvæmlega ekki neitt. En þetta gerir mér lífið léttara, sérstaklega á þeim vefsvæðum, sem ég nota Movabletype til að halda utan um efni ótengt bloggsíðum.

Svo breytti ég líka tilvísanakerfinu, sem er á öllum síðunum með einstaka færslum. Þessar síður voru orðnar fáránlegar, þar sem leit.is var með alltof margar tilvísanir. Núna setti ég skilyrði að færslan þyrfti að vera heimsótt að minnsta kosti tvisvar til að tilvísinunin birtist.

Vá, hvað þetta er þurr færsla.

Ég ætla svo bara að bæta því við að ég hélt að ég myndi fá mun meira feedback á Davíðs færsluna mína. Greinilegt er að lesendur þessarar síðu hafa meiri áhyggjur af heimsmálunum heldur en ómerkilegu þvaðri á Íslandi. Það þykir mér reyndar gott.