Time, í tilefni 80 ára afmælis, hefur valið 80 merkustu daga síðustu 80 ára. (via MeFi
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum komst fæðingardagur minn, 17. ágúst 1977 ekki á listann.
Síðustu tveir dagar á listanum eru 29. janúar á síðasta ári þegar Bush flutti Axis of Evil ræðuna og 11. september 2001.
Þetta er gríðarlega fróðlegur listi. Auk flestra stórviðburða eru þarna nokkrir atburðir úr dægurmenningu:
Dagurinn, sem Viagra kom út
Star Wars frumsýnd
Apple stofnað
Bítlarnir koma fram hjá Ed Sullivan
Pollock heldur fyrstu sýninguna sína
Jackie Robinson varð fyrsti svertinginn til að spila í MLB deildinni í hafnabolta
Fyrsta Superman blaðið
Mikki Mús kemur fram á sjónarsviðið
Annars er allur listinn gríðarlega athyglisverður. Allir ættu að geta lært eitthvað.