Eru Frakkar gersamlega að tapa sér?
Relations will be further rent by a second poll, in Le Monde, showing that only a third of the French felt that they were on the same side as the Americans and British, and that another third desired outright Iraqi victory over “les anglo-saxons”.
Mikið vona ég nú að bandaríkjahatur friðarsinna á Íslandi sé ekki komið svona langt.
Einnig er þetta hneyksli:
Eleven thousand Allied soldiers lie buried in well-tended peace at Etaples, on the Channel coast near Le Touquet, victims of the struggle by Anglo-Saxons to liberate the French from the German invaders during the First World War.
Last week the obelisk raised in their memory was defiled by red-painted insults such as “Rosbeefs go home”; “May Saddam prevail and spill your blood”; and, in a reference to the long-dead casualties beneath the manicured turf, “They are soiling our land”.
Það er aldeilis að sumir Frakkar gera sér grein fyrir sögu landsins og hverjum þeir mega þakka frelsi sitt.
Æ sér gjöf gjalda.. Bandaríkjamenn væru ennþá bresk nýlenda án Frakka… eða hefðu lent í verra stríði en raun var
Bandaríkjamenn verða að skoða söguna almennilega ef þeir ætla að benda á hana.
Hitt er svo annað mál að aðgerðir örfárra manna sem spreyja er varla hægt að túlka sem afstöðu allra Frakka.
En hey.. eins og Bush sagði.. þið eruð á móti okkur eða með. Ef þú vilt díla með heiminn í svarthvítu færðu meira svart en hvítt.
Heimurinn er bara ekki í svart/hvítu. Þeir Bandaríkjamenn sem ég þekki eru flestir frábært fólk. Ég held hins vegar að þeir séu á tómum villigötum í Írak.
Ef Kanarnir hefðu unnið þetta stríð samkvæmt áætlun, með viku stríði, þar sem helsta vandamálið var að finna blómavasa fyrir alla blómvendina hefði heimurinn verið í vondum málum. Það er búið að gefa út áætlun fyrir röð af stríðum við Sýrland, Íran, Norðu-Kóreu og að lokum sjálft Rauða Kína.
Ef Írakar ná hins vegar að halda út þangað til Bandaríkjamenn sjá að skynsamlegast er að skríða heim með skottið milli lappanna held ég að það verði mun friðvænlegra í heiminum.
Það besta fyrir alla aðila er að Írakar vinni þetta stríð, og viðskiptabanninu verði aflétt. Þá fyrst fer að myndast grundvöllur fyrir einhverjar breytingar í Írak.
Harðstjórum eins og Saddam er ekki hægt að velta með valdi utanfrá, pressan verður að koma innanfrá. Þegar Austur-Evrópu ríkin losuðu sig undan kommúnismanum var það eingöngu pressa innanfrá, með auknum samskiptum og viðskiptum við Vesturlönd. Sama gildir með þau lönd Suður-Ameríku sem hafa losað sig undan herforingjastjórnum undanfarin ár.
Spennan á milli Bandaríkjanna og Frakka er komin út í tóma vitleysu. Bandaríkjamenn eru að gleyma því að Frakkar stoppuðu ekkert í Öryggisráðinu, Bandaríkjamenn höfðu einfaldlega ekkert nálægt þeim meirihluta sem þeir þurftu. Þeir hefðu þurft níu atkvæði og ekkert veto, en höfðu ekki nema fjögur atkvæði.
Þess vegna skil ég að þriðjungur Frakka skilji Íraka. Ég er ekki viss um að ég styðji þá, en ég vil að öllum stríðsrekstri ljúki sem allra fyrst. Við eigum að vera mun þroskaðri en þetta.
Kristbjörn
Hvernig ætti það að mynda grundvöll fyrir breytingar í Írak ?? Saddam myndi styrkjast í sessi, flokkur hans myndi herða tökin á landinu.
Ég held ég taki meira mark á því sem Tony Blair sagði á breska þinginu:
Nákvæmlega Matti, ég er sammála þessu sem Blair sagði. Víst að við erum komin útí þetta stríð, þá held ég að besta leiðin sé að bandamenn klári dæmið. Það er fásinna að halda því fram að það væri best fyrir alla ef Írakar ynnu stríðið og að það myndi vera grundvöllur fyrir breytingum í Írak.
Hefur Saddam sýnt einhver merki síðustu ár að hann hefði áhuga á að breyta landinu til hins betra?
Nei! Og það mun svo sannarlega ekki breytast ef hann myndi koma vel útúr stríðinu.
Það er rétt, en ég var líka að vitna í skoðanakönnunina, þar sem þriðjungur Frakka vildi sigur Íraka. Það finnst mér með ólíkindum.
Harðstjórar styrkjast í sessi ef þeir fá að ráða einhverju. Saddam fær núna að ráða öllu í Írak, þar sem ríkisstjórnin sér um að úthluta ölmusunum sem koma í gegnum Oil-for-food prógrammið.
Eina leiðin til að breyta því er að skipta við fleiri aðila og byggja upp millistéttina, sem búið er að svelta niður fyrir fátæktarmörk síðustu tólf árin. Til þess þarf að afléta viðskiptabanninu. Það tekur einhverja áratugi, en gæti komið á einhverju sem líkist varanlegum friði.
KG
Já, en ef viðskiptabanninnu er aflétt þá rís ekki alltíeinu bara millistéttin upp! Saddam verður áfram við völd! Og hann mun ekki gefa sín völd frá sér. Hann mun berja þá uppreisn niður með valdi.
Eina vonin á breytingu er að honum sé steypt af stóli með utanaðkomandi hjálp.
Það sem ég er að segja er að uppreisn getur aldrei orðið til úr engu. Það þarf að byggjast upp jarðvegur fyrir slíka uppreisn. Nú er bara búið að byggja upp jarðveg haturs á vesturlöndum, sem er kennt um allar afleiðingar viðskiptabannsins.
Með því að gera lífskjör almennings í Írak þolanleg fer fólk sjálft að sjá að það getur haft það jafn gott og fólk á Vesturlöndum. Saddam neyðist þá til þess að gera umbætur eða víkja ella.
Í Íran hefur þetta verið að gerast á undanförnum árum. Eftir uppreisnina 1978-79 voru öfgar og ofstæki ráðandi. Klerkastjórnin hefur hins vegar neyðst til að mildast í afstöðu sinni til vestrænna siða og verða lýðræðislegri. Íranskir kvikmyndagerðarmenn eru að gera góða hluti. Smám saman er þjóðfélagið að breytast innanfrá. George Bush er á góðri leið með að breyta þessu með að setja ‘Iran í flokk með með “möndulveldum hins illa”.
KG
Þegar sagan er skoðuð kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvernig Bandaríkin eru búin að koma sér úr þeirri stöðu að vera sannarlega “frelsarar” og bestu vinir flestra fyrir aðeins 50-60 árum í það að vera certified óvinur stórs hluta heimsins og stöðug ógnun við heimsfrið.
Tek annars ekki afstöðu í þessu máli. Nú þegar USA er að reyna að troða Patriot Act II í gegn segir maður ekki múkk því ég þarf smá goodwill í sambandi við landvistarleyfið mitt hér í USA. Land frelsisins ahhhh …men
Aðeins meira um viðskipti og viðskiptabönn.
Tja það er nokkuð augljóst að Írakar eru allir sem einn í sjálfsvörn. Hatur þeirra á Saddam er minna en á aðilunum sem eru að ráðast á land þeirra og drepa almenning og hræsna fyrir allri heimsbyggðinni.
Ég veit ekki… á ég að styðja sigur innrásaraðilanna gegn þjóð sem vill greinilega ekkert með þá hafa?
Höfundar 24 hittu kannski naglann á höfuðið? Best að segja ekki meira, skemma ekki plottið fyrir neinum…