Ýmislegt

Klukkan er hálf tíu og þetta föstudagskvöld fer eitthvað rólega af stað. Dan og David Cohen eru eitthvað í PS2 frammi í stofu. David Cohen er einmitt nokkuð merkilegur maður. Meira um það síðar. Við erum að bíða eftir því að stelpurnar komi hingað, en þær eru allar grænmetisætur og vildu því ekki borða hamborgara með okkur.

Hérna eru góðir tenglar í boði (flestir í boði Metafilter).

Minnnsta vefsíða í heimi
Hvað er CBDTPA?
Webplayer
Apple auglýsing
Cubs unnu í dag
Liverpool unnu í dag
Já, og Apple notendur eru víst klárari en PC notendur
Ooooog, Metafilter er byrjaður að nota Trackback. Rokk!!

Leiðbeiningar fyrir Movabletype

Það virðist vera sem að margir séu að skipta yfir í Movabletype, sem er mjög gott mál. Nú þegar hafa Froskur, Erna & Möddi, Ragnar, Heiða og Gummijóh hafa skipt. (Uppfært : einnig Litlar Bloggstelpur og Guðmundur Daði.) Sennilega munu margir fylgja í kjölfarið, en það er ekki nema rúmur mánuður síðan ég byrjaði að nota forritið.

Allavegana, þá var Gummijóh með nokkrar spurningar, sem ég held að fleiri kunni að hafa þegar þeir skipta yfir í MT.

  1. Varðandi íslenskar dagsetningar, þá var ég búinn að senda fyrirspurn um þá og ætla hönnuðir MT að bæta íslensku við í næstu útgáfu. Fyrir þá, sem eru óþolinmóðir þá er einfalt að bæta þeim inn. Hérna eru leiðbeiningar fyrir að bæta inn finnsku. Sambærilegur texti fyrir íslensku er að finna hér.
  2. Varðandi broskallana í kommentunum hjá mér, þá þarf aðeins að fikta við eina skrá til að koma þeim inn. Til að hafa þá einsog hjá mér þá þarf fyrst að fylgja þessum leiðbeiningum og svo þessum leiðbeiningum
  3. Ef einhver nennir ekki að íslenska allt comment-dótið og slíkt, þá ætla ég að láta fylgja með mín template. Öllum er velkomið að nota template-in mín. Það eina, sem ég bið um er að þú annaðhvort minnist á það á síðunni þinni, sendir mér póst eða skrifir ummæli við þessa færslu um að þú hafir notað þau.
    • Comment listing (Ég hef ekkert Comment preview, af því að ég býð ekki uppá þann möguleika á síðunni minni.)
    • Comment error
    • Trackback listing
    • Individual archive template – Athugið að Individual archive template-ið mitt notar PHP fyrir nokkra eiginleika. Ef þú hefur ekki PHP á servernum þínum, þá mæli ég með því að þú setir það upp, því það býður uppá fullt af skemmtilegu dóti fyrir MT.
    • Það er nokkuð erfitt að útskýra Trackback kerfið en ég hvet alla til að setja það upp, þó að þeir viti ekki alveg hvernig á að nota það til að byrja með. Ég reyndi að skýra út kerfið í þessari færslu

Endilega ef einhverjir eru í vandamálum með MT, sendið þá inn ummæli hér og vonandi get ég hjálpað eitthvað. Gott væri að hafa smá umræður hér um vandamál og lausnir á MT tengdum málum. Ef þú finnur eitthvað sniðugt tengt MT sendu þá líka endilega inn ummæli.

Að lokum vil ég hvetja alla, sem nota MT til að gefa endilega smá pening til þeirra, sem skrifuðu forritið, því þau eiga það svo sannarlega skilið.

Prentvilla

Á síðunni hans Tobba rakst ég á slæma innsláttarvillu. Þar segir

These people and I teamed up after a strong election to make the best Verzlunarskolabladid (the College’s largest in school magazine) ever to be done

Auðvitað á að standa þarna “second best”. Allir vita að besta blaðið kom út árið áður með ódauðlegum greinum einsog tildæmis <- (vinstri)

Annars á ég að vera farinn að sofa. Ég er frekar þreyttur og ruglaður.

Trackback

Glöggir lesendur hafa sennilega tekið eftir því að fyrir neðan hverja færslu er tengill, sem heitir Trackback. Þetta er rosalega sniðugt nýtt kerfi, sem hönnuðir Movabletype hönnuðu. Þetta verður þó ekki ýkja gagnlegt fyrr en að fleiri íslenskir vefleiðarar fara að nota MT eða að þetta verði til fyrir Blogger notendur. Ég ætla samt að vera frumkvöðull og hafa þetta þarna niðri og vonandi að fleiri muni nýta sér þetta í framtíðinni.

Það er dálítið erfitt að útskýra þetta kerfi, en ég ætla að reyna það með smá sögu.

Gefum okkur að allir Bloggarar noti þetta kerfi. Ég les á síðunni hans Ágústs Flygenrings að hann er að vitna í einhverja skemmtilega grein, sem mér langaði að skrifa frekar um. Ef hann væri með Trackback virkt myndi ég geta smellt á Trackback takkan hjá honum og fá Trackback url fyrir viðkomandi færslu.

Ég færi svo í mitt kerfi og skrifaði inn færslu, þar sem ég minnist á færsluna hans Ágústs. Ég myndi svo setja inn URL-ið fyrir færsluna hans Ágústs í box hjá mér, sem er merkt “URL’s to PING”. Þegar ég væri búinn með mína færslu þá myndi strax koma á síðunni hans Ágústs tengill yfir á mína færslu og smá úrdáttur úr minni færslu í Trackback glugganum. Þannig myndu allir geta séð hverjir hefðu skrifað meira um færsluna hans Ágústs. (sem dæmi má nefna að þessi færsla, sem ég er að skrifa núna vísar á færslu á annarri Trackback síðu: Skoða)

Lang skemmtilegast væri ef íslensku pólitísku vefritin myndu líka setja þetta inn. Þá gætu færslur á Múrnum alltaf haft fullt af tenglum yfir á fólk, sem skrifar meira um þá færslu.

Vonandi að sem flestir nýti sér þetta.

Ný síða

Þá er ég búinn að flytja allar færslurnar og setja upp allt nýja dótið á þessari nýju síðu, www.einarorn.com.

Ég er byrjaður að nota Moveabletype, sem er að mínu mati mun betra kerfi en Blogger. Það býður uppá fullt af eiginleikum, sem ég er að nýta mér og ég á ábyggilega eftir að bæta við fleiru í framtíðinni.

Það er fullt af nýjum fídusum á þessari síðu. Til að byrja með, þá er nú komið kommenta kerfi. Ef þú vilt senda inn ummæli við færslu, þá smellir þú einfaldlega á ummæli fyrir neðan hverja færslu. Í ummælum er meðal annars hægt að nota broskalla.

Allar færslurnar eru nú flokkaðar niður. Flokkarnir eru eftirfarandi: Bækur | Dagbók | English | Ferðalög | Hagfræði | Kvikmyndir | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tækni | Tónleikar | Tónlist | Viðskipti | Íþróttir. Þú getur valið flokkana hér hægra megin. Ég held að þetta sé nokkuð sniðugt kerfi því sumir, sem heimsækja þessa síðu hafa meiri áhuga á stjórnmálapælingum heldur en djammsögum.

Einnig er hér hægra megin nokkuð sniðugur hlutur en það eru gamlar færslur, “Á þessum degi”. Þarna verða færslur frá fyrri árum. Þar, sem ég er búinn að uppfæra síðuna í meira en tvö ár, þá ætti þetta að vera sniðugt.

Einnig er hér til hægri dagatal, þar sem hægt er að sjá færslur frá vissum dögum í hverjum mánuði. Endilega segið mér hvað ykkur finnst. Öll tilmæli eru vel þegin.

Daniel Pearl á netinu

Athyglisverður pistill, sem birtist í Wall Street Journal í gær. Blað í Boston birti nýlega tengil yfir á myndband á netinu af því þegar Daniel Pearl, blaðamaður á Wall Street Journal var hálshögvinn af pakistönskum öfgamönnum.

Það er með ólíkindum að það skuli vera hægt að nálgast þetta myndband mjög auðveldlega á netinu. Allir þeir, sem kunna á leitarvélar á netinu geta fundið myndbandið á innan við mínútu. Blaðið, sem birti tengilinn hélt því fram að tilgangurinn væri sá að gera fólk meðvitað um alvarleika hryðjuverkamanna.

Fyrir mér er tilgangurinn fyrir blaðið að græða peninga með því að ná athygli á kostnað þeirra, sem þjást.

Breytingar

Ég er kominn með leið á útliti þessarar síðu og er búinn að hanna nýtt útlit, sem ég ætla að setja inn þegar ég er búinn í prófunum, sem eru eftir tvær vikur.

Annars er ég búinn að taka þá ákvörðun að hætta að nota Blogger. Ég er orðinn þreyttur á Blogger og eilífu veseni í kringum það forrit. Ég hef því ákveðið að skipta yfir í Moveable Type, sem er ólíkt Blogger að því leyti að ég mun sjálfur sjá um að host-a kerfið. Þess vegna þarf ég ekki að treysta á að Blogger serverinn sé í lagi.

Einnig býður Moveable Type uppá fullt af skemmtilegum möguleikum, einsog það að flokka færslur, RSS, sem maður þarf ekki að borga fyrir og fleira skemmtilegt.

En fyndið!

Hljóðbútarnir á þessari síðu eru ótrúlega fyndnir.

Ég mæli sérstaklega með Miss Cleo, Arnold og Jack Nicholson. Treystið mér, þið munið hlæja.

Þessi síða er fyndnari en allir brandararnir, sem ég hef fengið senda í pósti, til samans.