Kreml.is

Forsíða Kreml.is er þessa stundina alger snilld.

Uppfært Ég verð nú að viðurkenna að ég var ekki búinn að lesa allar greinarnar áðan, og verð ég að segja að mér fannst “gula pressan” ekki fyndin. Mér finnst þó menn einsog Már og Bjarni vera full viðkvæmir. Mér fannst þetta dálítið fyndið, allavegana fyrst.

Hotmail

Vinir mínir hjá Microsoft eru búnir að uppfæra Hotmail alveg frá grunni og breyta algerlega um útlit. Ég er bara mjög sáttur við breytingarnar. Útlitið er þægilegra og svo er búið að bæta við fullt af sniðugum hlutum. Einnig er búið að betrumbæta ruslpósts síur í forritinu. Það er án efa mikill kostur því ruslpóstur er óþolandi.

Mogginn á netinu fótbrotnar

Á innlendum fréttum á mbl.is má þessa stundina finna þrjár fréttir um fótbrot, fyrst um konu sem fótbrotnaði í fjallgöngu á Esju, síðan um einhvern gaur, sem fótbrotnaði á lyftara, og svo maður sem fótbrotnaði í stúkunni á Valsleik. Í viðbót við þessi fótbrot er svo fjallað um mann sem hjólaði á gangstéttarbrún og hlaut skurð á höfuðið.

Þetta er náttúrulega fréttamennska af bestu gerð.

Ætli einhverjum fréttum sé hafnað á mbl.is? Ef ég myndi til dæmis senda inn frétta af því að ég hafði dottið á línuskautum á fjórða júlí (sem gerðist, ég fékk meira að segja skrámu á höndina), ætli mbl.is myndi birta hana? Þeir gætu líka fundið upp einhverja flotta fyrirsögn einsog: Sumir hafa ekki tilefni til að fagna fjórða júlí eða Á meðan Bandaríkjamenn fagna liggja Íslendingar eftir í sárum sínum

Ég er í raun bara nokkuð svekktur að það skuli aldrei hafa verið fjallað um meiðsli mín á mbl.is. 7 9 13.

Bætt útlit

Ég lagaði aðeins útlitið á síðunni. Núna á þetta að koma betur út í Explorer fyrir PC.

Einnig setti ég inn fullan CSS stuðning. Sumir sjá sennilega engan mun, en aðrir sjá mikinn mun. Vonandi er síðan betri fyrir vikið.Ég er þó ekki alveg hættur því ég ætla að bæta inn nokkrum hlutum í viðbót og laga útlitið á undirsíðunum.