Mogginn á netinu fótbrotnar

Á innlendum fréttum á mbl.is má þessa stundina finna þrjár fréttir um fótbrot, fyrst um konu sem fótbrotnaði í fjallgöngu á Esju, síðan um einhvern gaur, sem fótbrotnaði á lyftara, og svo maður sem fótbrotnaði í stúkunni á Valsleik. Í viðbót við þessi fótbrot er svo fjallað um mann sem hjólaði á gangstéttarbrún og hlaut skurð á höfuðið.

Þetta er náttúrulega fréttamennska af bestu gerð.

Ætli einhverjum fréttum sé hafnað á mbl.is? Ef ég myndi til dæmis senda inn frétta af því að ég hafði dottið á línuskautum á fjórða júlí (sem gerðist, ég fékk meira að segja skrámu á höndina), ætli mbl.is myndi birta hana? Þeir gætu líka fundið upp einhverja flotta fyrirsögn einsog: Sumir hafa ekki tilefni til að fagna fjórða júlí eða Á meðan Bandaríkjamenn fagna liggja Íslendingar eftir í sárum sínum

Ég er í raun bara nokkuð svekktur að það skuli aldrei hafa verið fjallað um meiðsli mín á mbl.is. 7 9 13.