Tenging

Ég er núna búinn að cancela kapal-nettengingunni minni. Henni var fórnað á altari hækkandi dollars. Auk fless er AT&T afskaplega leiðinlegt fyrirtæki. Þieir eru alltaf að hringja og trufla mig, bjóðandi mér langlínusímtöl, þrátt fyrir að ég hafi hætt með þeirra þjónustu fyrir meira en ári.

Ég neyðist fló til að kaupa sjónvarps-kapal pakka frá þeim, því þeir eru þeir einu, sem bjóða uppá enska boltann.Annars er ég að vinna heima hjá mér núna seinni partinn í dag. Ég er nefnilega að prófa style sheet, sem ég hef verið að vinna í, á Macintosh.

Shenis

Ég var að hlusta á Howard Stern á leiðinni í skólann í morgun. Hann var að taka viðtal við konu, sem fann upp þetta tól. Það eru ekki allir heilbrigðir.

Liverpool

Hid agaeta knattspyrnulid Liverpool, er komid med nyja heimasidu, a Liverpoolfc.tv. Heimasidan lofar mjog godu. Thar verdur m.a. haegt ad horfa a bladamannafundi eftir leiki og fleira skemmtilegt.

Thess ma til gamans geta ad Liverpool er besta knattspyrnulid i heimi.

Útlit

Ja hérna, ég er búinn að breyta um útlit aftur.

Annars var spring break í New Orleans geðveiki. Þvílík snilld. Meira um það síðar.

Priceline

Það er sérstök tilfinning að kaupa flugmiða á Priceline.com. Maður getur fengið mjög ódýra miða á þessari síðu, en hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvenær dags maður fer og maður er einnig ekki viss hvort þeir samþykkja verðið, sem maður býður. En maður sparar sér pening, svo það er þess virði.

Ég var í gær að kaupa miða fyrir Spring Break og sparaði mér yfir 100 dollara með því að kaupa á Priceline. Þetta er svipað og í fyrra þegar við fórum til New York, en þá spöruðum við okkur yfir 200 dollara samtals.

Annars erum við Hildur að fara til New Orleans í spring break. Þar ætlum við að vera hjá Genna og Söndru, sem eru í gamla skólanum hans Shaquile O’Neal, LSU. Einnig ætla PR og frú að koma frá D.C. Það verður ábyggilega gaman í “The Big Easy”.