Eru þetta ekki örlitlar ýkjur? [via](http://www.defectiveyeti.com/archives/001742.html).
Category: Netið
Endurhönnun pólitík.is
Vefrit Ungra Jafnaðarmanna, [Pólitík.is](http://www.politik.is) fór í gegnum andlitslyftingu nokkru fyrir kosningu. Svosem ágæt breyting að sumu leyti, en ekki nógu góð að öðru leyti.
Það sem verst var við þessa breytingu er að greinatexti á síðunni varð algjörlega óhæfur til aflestrar á tölvuskjá. Finnst einhverjum t.d. þægilegt að lesa [þessa grein](http://dev7.wds.is/at.php?i=15&b=5,140&expand=1)?
Ég tók mig til og breytti aðeins til í CSS skjalinu og býð nú algerlega ókeypis uppá nýtt útlit á pólitík.is:
[FYRIR](http://dev7.wds.is/at.php?i=15&b=5,140&expand=1)
[EFTIR breytingar EÖE](https://www.eoe.is/politik_redesign)
Er þetta ekki betra svona? Eða er þetta kannski bara í hausnum á mér?
(Á meðan að ég var að grúska í þessu rifjaðist það upp fyrir mér hversu æðislegur diskur [David Byrne](http://www.amazon.com/gp/product/B000002MPU/ref=pd_sim_m_6/102-4225515-7330518?%5Fencoding=UTF8&v=glance&n=5174) með David Byrne er. Já, Byrne er snillingur!)
Kettir
Þetta, dömur mínar og herrar, er [blogg um ketti, sem líta út einsog Hitler](http://hitlercats.motime.com/).
GWB
Þetta er [ótrúlegt](http://onegoodmove.org/1gm/1gmarchive/2006/06/sunday_bloody_s_1.html).
Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera við peningana þína, þá er [þetta](http://www.giveusallyourmoney.com/) sniðugt.
Sjálfvirk ritskoðun?
Af einhverjum ástæðum tekur þessi síða einstaka sinnum uppá því að stöðva komment frá fólki útúr bæ og krefjast þess að ég samþykki þau. Þetta gerðist t.d. núna áðan þegar ég var að svara kommentum við Stöðvar 2 færsluna.
Þegar ég fór inní kerfið og samþykkti mitt eigið komment, þá fann ég nokkra vikna gamalt komment, sem MovableType fannst að einhverjum ástæðum nauðsynlegt að ég samþykkti. Þannig að þetta komment birtist aldrei á síðunni, einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki hugmynd um að það væri þarna.
En allavegana, kommentið er svar Ármanns Jakobs við kommenti frá Ágústi Fl varðandi skrif á Múrnum. [Kommentið er núna hægt að sjá hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/02/20/22.04.17/#c30640). Ég biðst velvirðingar á þessu. Það var svo sannarlega ekki áætlun mín að stöðva þessar umræður. Það er hins vegar núna lokað á umræðurnar (til að forðast spam), en menn geta svarað þessu hér.
Lyklar
Svona mun Google [virka eftir 20 ár](http://www.slibe.com/image/74093e76-googlein20years_/). Ég get ekki beðið!
Eyðilegging á bíl
Þetta myndband er nokkuð magnað:
Beisiklí, þá ákváðu stjórnendur bílaþáttar í Bretlandi að sjá hvað þeir þyrftu að gera til að eyðileggja Toyota pickup bíl. Niðurstöðurnar eru ótrúlegar.
Tvífarar
Tvífarar [dagsins á Liverpool blogginu](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/02/09/9.33.27/). Samkvæmt Kristjáni þá líkist ég semsagt Robert Huth hjá Chelsea en Kristján líkist Brad Pitt.
Hit
Getur einhver fróður útskýrt af hverju ég hef fengið 30 heimsóknir [frá þessari síðu](http://forums.worldofwarcraft.com/thread.aspx?fn=wow-off-topic&t=1163787&p=1&tmp=1). Er þetta spam, eða var verið að tala um síðuna mína á World of Warcraft spjallborði? Ég sé ekkert á sjálfri síðunni. Ansi furðulegt.
Ég er þreyttur
Í dag: Vinna frá 8-22. Þreyttur, en það er góð þreyta. Finnst einsog ég hafi klárað slatta. Vann meira að segja yfir Liverpool leiknum í kvöld. Tók saman laun og slíkt fyrir á meðan ég horfði á frekar daufan leik.
Get hins vegar lítið sem ekkert skrifað hingað inn. Er of þreyttur og ánægður til að skrifa of mikið inná þessa síðu. Þetta kemur allt.
Annars er það helst í fréttum að aularnir á Pitchfork skrifa plötudóm, sem ég er 100% sammála! Merkilegt, ekki satt?
Svo hélt ég í World Class að einhver hefði stolið Nano-inum mínum. Var nálægt því að fá móðursýkiskast og að byrja að kalla fólk í kringum mig illum nöfnum. Kom heim og sá að hann var þá staddur í óhreina taujinu mínu. Sú hrúga stækkar óðum.
Fokk fokk fokk, hvað líf mitt er lítið spennandi þessa dagana. Þarf að fara að gera einhvern skandal.
Já, og svo mæli ég með þessu. Lokaþátturinn í bachelor er víst á morgun. Það verður skrautlegt.