Sjálfvirk ritskoðun?

Af einhverjum ástæðum tekur þessi síða einstaka sinnum uppá því að stöðva komment frá fólki útúr bæ og krefjast þess að ég samþykki þau. Þetta gerðist t.d. núna áðan þegar ég var að svara kommentum við Stöðvar 2 færsluna.

Þegar ég fór inní kerfið og samþykkti mitt eigið komment, þá fann ég nokkra vikna gamalt komment, sem MovableType fannst að einhverjum ástæðum nauðsynlegt að ég samþykkti. Þannig að þetta komment birtist aldrei á síðunni, einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki hugmynd um að það væri þarna.

En allavegana, kommentið er svar Ármanns Jakobs við kommenti frá Ágústi Fl varðandi skrif á Múrnum. [Kommentið er núna hægt að sjá hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/02/20/22.04.17/#c30640). Ég biðst velvirðingar á þessu. Það var svo sannarlega ekki áætlun mín að stöðva þessar umræður. Það er hins vegar núna lokað á umræðurnar (til að forðast spam), en menn geta svarað þessu hér.

3 thoughts on “Sjálfvirk ritskoðun?”

  1. > Af einhverjum ástæðum tekur þessi síða einstaka sinnum uppá því að stöðva komment frá fólki útúr bæ og krefjast þess að ég samþykki þau.

    Þetta er stillingaratriði í MT og snýst væntanlega um fjölda vísana í athugasemdinni. Getur breytt þessu í Settings->Plugins->Spam lookup – link settings.

  2. Ah, ok – það skýrir þetta. Kommentið hans Ármanns og mitt komment voru einmitt lík vegna fjölda tengla í þeim.

    Samsæriskenningar um ritskoðun falla því. 🙂

Comments are closed.