Ég er að fara út í fyrramálið. Fer til Utrecht í Hollandi, þar sem ég mun sitja ráðstefnu um sælgæti. Hún mun vera fram á fimmtudag. Föstudeginum ætla ég að eyða á [Rijksmuseum](http://www.rijksmuseum.nl/index.jsp) í Amsterdam. Hef ekki enn farið á það ágæta safn, þrátt fyrir að ég hafi komið alloft til Amsterdam.
Svo fer ég um næstu helgi yfir til Brussel. Ég hef komið til Belgíu áður, en ég man ekki neitt frá þeirri heimsókn, þannig að það ætti að vera eitthvað nýtt. Veit ekki hversu vel mér gangi að komast í tölvu og hversu miklu ég hef frá að segja á næstu dögum.
Mmm, ráðstefnu um sælgæti. Er til eitthvað betra?
Ef þú hefur tíma aflögu þá mæli ég með heimsókn til Brugge/Bruges, sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Brussel. Ég gerði slíkt um þar síðustu helgi, þegar ég var í Brussel, og leiddist ekki. Brugge á að vera best varðveitta miðaldaborg Evrópu og þar er margt fallegt að skoða.
Svo getur maður líka bara sest á barinn og reynt að komast yfir belgísku bjórtegundirnar..:)
ég ætlaði að segja það sama og halli, með mm fremst og allt
mig langar með
Bjó í Hollandi og þa er nauðsynlegt að fara á Rijkmuseum. Held samt að verið sé að gera við þannig að það er ekki eins gott og það á að vera. Bugge er bara ferðamanna pest sem er flott að sjá en ekkert meira. Allt mjög dýrt þarna.