Davíð og Geir byrjaðir að hækka skatta

Jammm, Davíð og Geir eru strax byrjaðir [að hækka skatta](http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1114398) eftir að hafa boðað skattalækkanir. En auðvitað er þetta bara áfengisgjald á sterk vín og það vita allir að við, sem drekkum gin, vodka, koníak eða aðra slíka drykki erum hvort eð er bara fyllibyttur, sem höfum ekki gott af því að vera að drekka. Þess vegna eru þessar skattahækkanir gríðarlega góðar fyrir okkur öll. Ekki satt?

Athyglisvert að þetta er klárað á einu kvöldi inní þingi. Íhaldið vill fá meira lof fyrir skattalækkanir, en reynir svo að þagga niður skattahækkanir.

Afturhaldskommatittsflokkur

Ja hérna, Davíð er aftur kominn í ham eftir veikindin. Hver fer í taugarnar á honum í dag?

Jú, Samfylkingin. Samkvæmt Davíð þá er Samfylkingin “[afturhaldskommatittsflokkur](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=22409)” Spurning um að fá álit Davíðs á því hvað Vinstri Grænir eru þá?

En ástæðan fyrir því að Samfylkingin er “afturhaldskommatittsflokkur”? Jú, Samfylkingin vill ekki að Ísland styðji árásastríð, sem eru háð á fölskum forsendum. Eflaust gæti maður skrifað pistil um hversu dónalegur og úr takti við samfélagið Davíð er. En ég nenni því ekki. Tekur einhver mark á Davíð þegar hann talar um Írak hvort eð er?

Íslendingar og virkjanir.

Ragnar T. sendi mér póst með eftirfarndi viðtali, sem var sent út í franska ríkisútvarpinu. Viðtalið er við Philippe Bovet, franskan blaðamann, sem hefur dvalið á Íslandi.

Ég ákvað að birta þetta hérna, þar sem mér fannst þetta gríðarlega athyglisvert viðtal. Hann fjallar þarna um þessar biluðu virkjanaframkvæmdir á hálendi Íslands. Ég hvet alla til að lesa þetta og sérstaklega þá, sem telja að stóriðja leysi öll varndamál Austurlands og alls Íslands.
Continue reading Íslendingar og virkjanir.

Kosningarnar í Daily Show

Ég held að þetta sé [ágætis lausn](http://www.boingboing.net/2004/11/04/my_modest_proposal_t.html) á hinni miklu skiptingu í Bandaríkjunum.

Einnig er hérna [frábær fréttaskýring á kosningunum hjá John Stewart í Daily Show](http://video2.lisarein.com/dailyshow/nov2004/nov032004/11-03-04-colbert.mov) (Quick Time skrá – 9,8mb) (via BoingBoing og MeFi).

Þunglyndi

Já, ég er ekki enn kominn í stuð að skrifa um þessar helvítis kosningar. Hins vegar eru tveir aðrir pennar, sem skrifa um kosningarnar og er ég 100% sammála öllu, sem kemur fram þar. Nánst einsog ég hafi skrifað þessa pistla sjálfur:

[Kristján: Kosningar í USA #7](http://www.jupiterfrost.net/archives/2004/11/03/13.09.06/index.php)
[Jens: Þunglyndi og þreyta!](http://www.jenssigurdsson.com/entry/2004/11/03/15.40.47/index.html)

Jammmm…

Whatever

Góður punktur af [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/36697):

Úrslit kosninganna

KERRY: 56 million
BUSH: 60 million
WHATEVER: 100 million

Hvernig geta 100 milljón Bandaríkjamanna setið heima í svona kosningum. Hvað í andskotanum er að í hausnum á þessu fólki?

?

Hvað getur maður sagt, nema að [ég trúi þessu ekki](http://www.cnn.com/ELECTION/2004/pages/results/president/). Ég trúi þessu ekki!

Ég er orðlaus. Allavegana núna. Meira síðar.

Kosningavaka

Ég held að Ólafur á RÚV geti sótt um á Fox News. Kræst hvað hann er mikill Repúblikani. Hann er búinn að vera að ljúga upp fullt af Kerry kommentum einsog að Kerry hafi líkt efnahagsástandinu við Kreppuna Miklu og krafðist þess að einhver viðmælandi verði þau komment. Þvílíkt bull. Það hefði verið skemmtilegra ef RÚV hefði bara sýnt auglýsingarnar af CBS í stað þess að vera með þessi bullinnskot hans Ólafs.

Staðan núna 162-112 fyrir Bush. Enn hefur ekkert komið á óvart og [þessi spá](http://synapse.princeton.edu/~sam/ev_prediction_1nov.jpg) getur ennþá ræst. Núna er Kerry að vinna í Pennsylvaníu og Ohio, en að tapa á Florida.

Djöfull er þetta spennandi 🙂

Nei fokk, Bush kominn yfir í Ohio.

Ef einhver er að lesa þetta yfir kosningavökunni, þá mæli ég með [C-Span kortinu](http://network.ap.org/dynamic/files/specials/election_night_2004/us_map_govsenhouse/index.html?SITE=CSPANELN&SECTION=POLITICS). Það er langbest til að fylgjast með í öllum ríkjunum.