Tómas í Pottinum, sem skrifar um fátt annað þessa dagana en einræðistilburði Heimdellinga, bendir á hálf skrítin vinnubrögð á Frelsi.is. Þar er birt aðsend grein, þar sem sett er útá skoðanir eins stjórnarmanns í Heimdalli. Ritstjórn Frelsi.is ákveður hins vegar að bæta aftan við greinina ummælum, þar sem sett er útá greinina, í stað þess að leyfa einfaldlega stjórnamanninum að svara fyrir sig í öðrum pistli. Þetta finnst mér hálf skrítið.
Hins vegar þá fer málflutningur ritstjórnar Frelsi.is meira í taugarnar á mér en vinnubrögð. Ritstjórnin mælir með einkavæðingu bókasafna og þeim finnst lítið athugavert við það að bókasöfn beri aðeins vinsælustu bækurnar. Ég kommentaði á þetta hjá Tómasi, en kommentið birtist hálf skringilega, þannig að ég endurtek það hér (örlítið breytt þó):
Ég verð að segja einsog er að, sem frjálslyndum hægrimanni, þá leiðist mér röksemdafærsla á borð við þá, sem ritsjórn Frelsis beitir:
Erling getur þess að fjölbreytni kynni að minnka. Það er rétt hjá honum að einkaaðilar eru ólíklegir til að vilja lána út bækur sem fáir hafa áhuga á að lesa. Hvaða vandamál í því felst er vandséð. Höfuðmáli skiptir að fólk geti nálgast þær bækur sem það vill lesa.
Þetta “ef það er ekki vinsælt, þá er það óþarft” attitude fer í taugarnar á mér. Bókasafnið í háskólanum mínum á hundruð þúsundir bókatitla. Flestir þeirra titla hafa sennilega ekki verið skoðaðir í mörg ár.
Sumar hagfræðibækurnar, sem ég notaði við mína vinnu höfðu ekki verið teknar út í mörg ár, en þær voru samt sem áður algjörlega ómissandi fyrir mig og mína vinnu. Jafnvel innan fræðigreina hafa menn gríðarlega ólík áhugasvið og jafnvel í stærstu háskólum er það bókað að þúsundir fræðibóka njóti litla, sem engra vinsælda. Þær eru þó oft ómetanlegar þeim, sem hafa þó áhugann.
Ég er hræddur um að sköpun í þjóðfélaginu og akademíunni yrði ansi lítil ef að allir læsu sömu bækurnar, bara þær allra vinsælustu.
By the way, ritstjórn Frelsi.is bætir líka við sínum skoðunum á eftir viðtölum. Til dæmis, þá svaraði Árni Magnússon spurningum þeirra ekki á réttan hátt og því bæta þeir við sínum skoðunum á eftir viðtali við hann. Þetta er kjánalegt, og þá er breytir engu að ég er ekki sammála skoðunum Árna.