Dagur 4

Jæja, fjórði veikindadagurinn í röð. Ég er að drepast úr leiðindum. Er búinn að hanga á netinu í bland við það að horfa á Cheers síðan ég vaknaði. Sýnist ekki að ég muni jafna mig á þessu í dag, þannig að enn einn dagurinn heima er framundan.

Það var eitt, sem ég hafði alltaf ætlað að biðja fólk um hjálp við. Ef þú hefur borðað á Serrano, sem og á Culiacan, geturðu sent mér póst. Ég ætla að leggja örfáar einfaldar spurningar fyrir fólk.

Endilega sendið mér póst á einarorn (@) gmail.com ef þið hafið BÆÐI borðað á Serrano og hinum staðnum. Öll hjálp er vel þegin.


Ég gerði í gær mína þriðju tilraun til að horfa á Return of the King á DVD. Er núna búinn með 2 klukkutíma. Kræst hvað þetta er löng mynd. Í þessum veikindum þakka ég samt fyrir það að ég hafi birgt mig upp af DVD diskum síðustu mánuði.

Sem betur fer er Liverpool leikur í kvöld. Verst að hann er á sama tíma og þessi Íslands-Amazing Race þáttur.


Hefur einhver komið til Frankfurt? Ég er að fara þangað á fund í byrjun febrúar og er að spá hvort ég eigi að vera yfir helgi, þar sem fundurinn er á föstudegi. Veit einhver hvort þetta sé skemmtileg borg, sem sé þess virði að eyða einni helgi í?

3 thoughts on “Dagur 4”

  1. Hæ Einar! Anna Gyða hefur kannski nefnt það en til öryggis langar mig að stinga uppá að þú heimsækir Main turninn. Þar er býsna gott útsýni yfir borgina, en það auðvitað kostar pínu pening, eitthvað undir 10 evrum.

    Ég var annars svo lítið í borginni að ég get ekki sagt mikið meira. Ég fór að vísu á mjög skemmtilegan afrískan veitingastað þar sem gólfið var fyllt sandi og maður borðaði með puttunum!

Comments are closed.