Dans á Vegamótum, MySpace, Nicole og Laugar

Ég er bara hress!

* Ég fór útað borða með vinkonu minni á laugardagskvöldið og svo sátum við eitthvað fram eftir kvöldi á Vegamótum. Við vorum bæði hálf edrú þegar við löbbuðum út af þeim ágæta stað um 2 leytið. Á þeirri stundu fengum við ágæta sýningu á því að Íslendingar hafa enga hugmynd um það hvað þeir eigi að gera á dansgólfi á skemmtistað. Inná staðnum var verið að spila eitthvað nýlegt popplag (JT að mig minnir) og við það dansaði eitt par að mér sýnist einhverja útgáfu af salsa (með allsherjar snúningum og slíku) á meðan að nokkrar stelpur dönsuðu hliðar-saman-hliðar. Við þurfum að koma okkur saman um einhvern einn dans, svo að dansgólfið líti ekki svona furðulega út. Spurning um að DJ-ar komi sér saman um að hrópa slíkt á milli laga: **”OK! Allir í stuði? Nú dönsum við öll saman Fugladansinn!”**
* Á slíkum stundum sakna ég óheyrilega næturklúbba í Suður-Ameríku. Þá vissi maður alltaf hvernig maður ætti að dansa. Þá gat maður líka notað léttustu og bestu pick-up línu í heimi: “Viltu dansa?” Slíka línu er varla hægt að nota með góðu móti á íslenskum skemmtistöðum.
* Ég get ekki betur séð en að PoppTV sé smám saman að koma til móts við þá [kröfu mína](https://www.eoe.is/gamalt/2006/08/24/18.48.11/) að spila myndbönd með Pussycat Dolls á repeat allan daginn. Allavegana voru þær spilaðar bæði í gærmorgun og í hádeginu í dag. Það er fátt meira hressandi en að horfa á [Nicole](http://images.google.com/images?q=Nicole+Scherzinger&hl=en&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:unofficial&hs=iu2&um=1&sa=X&oi=images&ct=title) dansa klukkan 6 á mánudagsmorgni. Hún þyrfti bara að losa sig við hinar beyglurnar úr sveitinni og þá væri ég alsæll.
* Ég er hjá einkaþjálfara á morgnana, sem er gríðarlega hressandi (og í raun eina mögulega leiðin til þess að ég vakni klukkan 5.45 á morgnana). Líkamsfitan lækkaði niður í 9,9% á fyrstu tveim vikunum og því stefni ég ótrauður að því að vera í [svona fötum](http://dlisted.com/files/janicehumiliated1.jpg) á jólunum.
* Einhvern tímann mun snjall maður gefa út bók með bestu MySpace myndakommentunum, sem að strákar skilja eftir á myndum hjá stelpum.
* Hann gæti til dæmis byrjað á þessum, sem ég hef séð á síðustu dögum (flest hjá íslenskum stelpum): *”You are the most beautiful rose in the garden”* og *”you are so hot n sexy !!! like a ray of sunshine your picture is blinding”* og *”nice white teeth like snow. I bet ur heart is as warm as…….. “* og *”I wish i looked like you. If I did, I would be pretty too”* og *”you are falling from the heavens to brighten here on earth. Beauty you are……”* og *”your eyes remind me of the woods of mordor. i love you”* og *”AM I ON A DREAM??? WELL PLEASE DON’T WAKE ME UP PLEASEEEEEEE”* og og og, ég gæti haldið áfram í allt kvöld.

Jammmm.

11 thoughts on “Dans á Vegamótum, MySpace, Nicole og Laugar”

  1. “your eyes remind me of the woods of mordor. i love you”

    ……… Ég veit ekki einu sinni hvort þetta eigi að vera hrós eða ekki, en þetta er BRILLIANT lína! Þokkalega ætla ég að nota hana næstu helgi! Hahaha!

  2. „Líkamsfitan lækkaði niður í 9,9% á fyrstu tveim vikunum og því stefni ég ótrauður að því að vera í svona fötum á jólunum.“

    Ætlarðu í einhverskonar brjóstastækkun?

  3. Já, ég var semsagt að tala um gaurinn þarna til vinstri. Hóst.

    Og Jóhanna, ég vil endilega vita hvernig þessi lína virkar. 🙂

  4. Mig grunar að þessi lína virki pottþétt þegar Jóhanna notar hana á karlmenn. Hún gæti sennilega spurt strákana á djamminu hvort þeir ættu símaskrá og náð að pikka þá upp. Strákar eru auðveldir.

    Talandi um líkamsrækt Einar, það er spurning hvort Nicole horfir á myndbönd með þér þegar hún æfir sig? 🙂

  5. Hnuss, Stjáni minn, ertu að segja að ég sé svo óaðlaðandi að ég næ bara að hössla því að strákar séu svo auðveldir?! Ha?! ER ÞAÐ?! Við munum ræða þetta ítarlega á msn næst!

    Annars finnst mér að Einar verði að pósta mynd af sér í þessum fötum á jólunum. Gæti líka skellt henni á jólakortin sín, yrði án efa flottusta jólakortið í ár!

  6. Þegar maður fer á skemmtistaði sér maður fólk voða sjaldan taka salsa eða aðra samkvæmis/latino dansa. Ég gæfi samt mikið fyrir stað þar sem maður gæti dansað þannig dansa, í stað þess að vera í kremju hreyfandi sig eins og flogaveikur maður.

    En já, Nicole er hawt!

  7. Sko, Gaui – fólkið var ekki að dansa salsa, en það var að dansa einhvern dans þar sem þú snýrð konunni og allskonar þannig læti. Passaði ekkert voða vel við tónlistina.

    Og ég efa það ekki að Nicole er að hugsa um mig þegar hún er í ræktinni. 🙂

  8. já það er algerlega vonlaust að dansa á íslenskum skemmtistöðum…:
    1. Fólk er dettandi á mann (oft með full bjórglös) sökum drykkju
    2. Fólk er að taka sveiflur og snúninga á troðfullu gólfi = olnbogar ofl. útum allar trissur
    3. Gólfin eru of lítil og troðin eða of stór og tóm – virðist ekki vera hægt að finna milliveg á þessu – amk hefur engum tekist það neitt sérlega vel hér á landi.

    Þá er málið að reyna: Kramhúsið, Cultura & Iðnó eru reglulega með tangókvöld þar sem fólk getur lært og æft sig í tangó – n.b. þarf ekki partnera því að í tangó er það víðtekin venja að fólk dansi við mismunandi dansfélaga yfir kvöldið….
    Hægt er að læra og æfa salsa á Cultura á föstudagskvöldum (amk var hægt einu sinni)….næsta salsakvöld er t.d. á laugardaginn…..

    Nú eða að Einar taki sig til og haldi stórt Salsapartý einhvers staðar í bænum… 🙂

  9. Jamm, ég hef reyndar farið á námskeið í Kramhúsinu og á salsa kvöld á Kúltúra.

    Það vantar bara einhvern stað þar sem maður getur nálgast upplýsingar um það hvenær salsa kvöldin eru. Þau á Kúltúra eru alltof léleg við að t.d. uppfæra MæSpeis síðuna sína. Kannski ég kíki á laugardaginn.

    En já, ég er hjartanlega sammála þér, Inga.

  10. haha! heii ég á eitt af þessum kommentum enda fékk sá dúddi að fjúka af vinalistanum 🙂
    annars sá ég þessa snilld áðan:

    I was robbed!…I thought I was shown all the beauties of Iceland when there last summer!…They forgot about you!…How could they!?…Stunning babes…Sox xxxx

    e-h íslendingur ekki skárri..
    spurning um að setja pic komment í spell check:

    WoW hvað þu ert faleg. Bar allar myndirnar flottar.

    ég er sammála með Nicole hún er heit..hinar beyglurnar mega hverfa úr bandinu..

  11. Já, ég fór í gegnum síður hjá nokkrum stelpum, sem ég vissi að ættu marga útlenska aðdáendur.

    En auðvitað eru Íslendingarnir ekkert skárri.

    En hvað, virkuðu þessu tvö komment ekkert á þig? 🙂

Comments are closed.