Dásamlegt

Bara ef að allir dagar á Íslandi væru einsog gærdagurinn, þá væri sko gaman að lifa.

Ég tók vinnuna með mér heim og var því búinn með öll verkefni um 4. Ákvað þá að fara í göngutúr (notaði stuttbuxurnar mínar í fyrsta skipti síðan ég kom heim frá USA!). Labbaði upp Hofsvallagötuna og yfir á Vesturgötu, þar sem ég kíkti í fornbókabúðina. Ég skoðaði mig um þar í smá tíma en keypti svo loks Ástin á tímum Kóleru eftir Garcia Marques (ég gafst uppá ensku þýðingunni) og Hús Andanna eftir Isabellu Allende.

Labbaði svo um bæinn og skellti mér inní Eymundson í Austurstræti. Þar ákvað ég að kaupa mér Lonely Planet bók um land, sem ég er að spá í að heimsækja seinna í sumar. Mér finnst alveg ótrúlega gaman að hanga í bókabúðum og skoða ferðabækur. Ég fæ alltaf í magann við tilhugsunina um ferðalög. Núna er ég að spá í að heimsækja borg og land, sem mig hefur dreymt um síðustu 5 árin.

Í gærkvöldi sat ég svo í góðum félagskap á Austurvelli og sötraði Tuborg. Svona á lífið að vera.

6 thoughts on “Dásamlegt”

  1. Varstu ekki í stórglæsilegri treyju sem kennd er við LIVERPOOL, þegar þú röltir upp Hofsvallagötuna?

  2. Já, það er munur að geta setið utandyra (við Austurvöll í góðu veðri) og sötrað bjór. Hef ekki enn fundið stað í Boston þar sem slíkt er leyfilegt. En þar má nú ekki einu sinni kveikja í sígarettu á bar þannig að ástæðulaust er að gera sér nokkrar vonir um slíkt. Er Ísland kannski land frelsisins?

  3. HEY! Það er bannað að eyðileggja gleiðfærsluna mína með einhverju rugli um Bandaríkin!!

    Það er hægt að drekka á fullt af stöðum útivið í USA. Á sumrin gat maður drukkið úti á nánast hvaða veitingastað í Chicago sem er!

    Ef þig langar að drekka útivið í USA og ert í Boston, þá er náttúrulega langbest að fara á Fenway! 🙂

  4. 🙂 Já, ég tek þetta til íhugunar. Það er auðvitað rétt að taka fram að einungis er hægt að kaupa Budweiser Lite á Fenway. Glas með 0.35L kostar 5 dollara. Skál

Comments are closed.