Djamm

Þá er djamm helgarinnar búið. Þetta er búið að vera fínt. Á föstudag var ég í partýi allt kvöldið en í gær ég í partýi niðrí í bæ og fór svo á einhverja skemmtistaði. Það hlýtur að vera markaður fyrir fleiri skemmtistaði, því allir staðirnir, sem ég fór inná voru alveg svakalega fullir. Annars er ég núna á eftir að fara að flytja. Ég ætla að flytja í íbúðina, sem systir mín á vestur í bæ. Þar ætlum við Hildur að búa í sumar.