Djammmmm

Fyrir einhverjum tíma ákvað ég að skrifa ekki um djamm á þessari síðu. Núna langar mig hins vegar rosalega að skrifa eitthvað á netið og ég nenni ekki að skrifa þennan langa reiðipistil um Davíð Oddson, sem er að gerjast í hausnum á mér eftir að hafa horft á Kastljós.

Allavegana þá djammaði ég um helgina tvo daga í röð í fyrsta skipti síðan um Verzlunarmannahelgi. Á föstudag fór ég í opnun á Vöruhóteli Eimskips. Þar var markvisst reynt að hella fólk fullt og auk þess var allt aðgengi að mat skert til muna, þannig að það gat bara endað á einn veg. Ekki batnaði ástandið þegar fiskikari fullu af Tuborg var parkerað beint fyrir framan mig.

Ég fór svo með nokkrum strákum frá Danól inní Hafnafjörð, þar sem við fórum að horfa á kvennahandboltaleik, en ég held að það sé fyrsti leikurinn af þeirri gerð, sem ég hef séð í einhver 5 ár. Svo var haldið í partí og að lokum niður í bæ, þar sem við enduðum á Sólon. Reyndar byrjuðum við á því að fara á Hverfisbarinn, þar sem ég tapaði nærri því vitinu í biðröðinni. Þessi biðröð er fúl, sérstaklega þar sem ég er nokkuð virkur gestur á þessum blessaða bar. En ég meina hei.

Á Sólon er maður hins vegar treataður einsog hetja, því þar þekki ég einn dyravörðinn. Sólon er líka skemmtilegur staður.

Allavegana, á laugardag þá ákváðum ég og Björgvin Ingi að skella okkur á Maus tónleika. Það var nokkuð skemmtilegt að Björgvin hafði komist að því eftir lestur þessarar síðu að við áttum við svipað vandamál að stríða, það er að við eigum báðir enga vini sem fíla Maus. Við ákváðum því bara að drífa okkur saman. Fórum fyrst á Sólon og svo á Hverfisbarinn því við héldum að tónleikarnir ættu að byrja fyrr en þeir gerðu. Á Hverfisbarnum var mun skemmtilegra en kvöldið áður, hittum m.a. einhvern gaur úr Breiðholtinu sem hélt uppi fjörinu.

Anyhoo, fórum á Maus og þeir voru snilld. En ekki hvað? Það er þó ljóst að fjöldi fallegra stelpna á djamminu í Reykjavík er í öfugu hlutfalli við gæði tónlistar. Þannig var mun meira af fallegum stelpum á Sólon og Hverfisbarnum (þar sem ég heyrði lag með Whitney Houston, hvorki meira né minna) heldur en á GrandRokk. Maus byrjuðu á nýju lögunum og svo fóru þeir yfir í gömlu slagarana, enduðu svo á besta lagi í heimi, Poppaldin.

Við fórum svo á Sólon, þar sem var geðveikt gaman. Ég vil þó að lokum leggja til að stelpur, sem eru á föstu, verði kyrfilega merktar á skemmtistöðum landsins. Það myndi spara manni ómælda vinnu.

4 thoughts on “Djammmmm”

  1. Já – gott kvöld. Internetið er sniðugt og getur leyst vandamál – flókin vandamál eins og MAUS tónleika.

    Breiðholtsmaðurinn sem hélt uppi fjörinu var að sjálfsögðu “the usual suspect” Arnar 6ára

    …annars fór ég af Sólon um leið og mér fannst ég verða (íþyngjandi) byrði hins einhleypa Einars. Þá var kominn tími til að halda heim.

    …kvöldið var gott
    …skáknördar voru góðir
    …gettubeturnördar á skákbarsklósetti með gettubeturnostalgíu er skondið konsept
    …lifi rokkið

  2. Arnar 6 ára ætti að fá laun frá ríkinu fyrir að hafa svona oft haldið uppi stemmningu í 101 um helgar.

    Oftar en einu sinni sem maðurinn hefur slegið í gegn með fíflaskap og látum. Maður er stoltur að kalla svona menn vini sína, stundum. 🙂

  3. Þessi Breiðholtsmafía er svo virk í þessum efnum að maður þekkir það vel hver “Arnar 6 ára” er, þrátt fyrir að maður hafi aldrei hitt manninn. Einnig fóru þeir að tala um einhvern Guðjón og þá komst maður að því að það var guðjón.net.

    Er einhver í Breiðholtinu, sem hefur ekki bloggað 🙂

Comments are closed.