Don't think twice, it's all right

Af því að ég er svo góður, þá ætla ég að deila með ykkur uppáhaldslaginu mínu í dag:

[Bob Dylan – Don’t think twice, it’s all right](http://Www.eoe.is/stuff/dont-think-twice.mp3) (MP3 – 5,13 mb)

Á rólegum sunnudagskvöldum er hægt að spila þetta á rípít allt kvöldið. Ég elska Dylan. Vil að það komi fram.

Annars er þessi dagur búinn að fara í fáránlega tímaeyðslu. Talaði við vin minn í hálftíma í síma og fór í mat til mömmu og pabba og spjallaði við þau. Það er án efa það gagnlegasta, sem ég hef gert í dag. Restin af deginum hefur farið í labb um Vesturbæinn, ís-át, sjónvarpsgláp og netráp.

Var í partíi í gær. Afmæli hjá tveim stelpum. Partýið var grímubúningapartý og ég mætti sem hafnaboltamaður. Ég var við það að hætta við að mæta í búning þegar ég fattaði að ég átti allar græjur til að líta út einsog sæmilegur baseball leikmaður. Partýið var skemmtilegt og ég kíkti svo niður í bæ á eftir. Voða fínt.

Annars var ég að fjárfesta í nýjum iPod, þar sem að sá sem ég [missti](https://www.eoe.is/gamalt/2005/02/26/19.44.43/index.php) í götuna, er ónýtur. Núna á ég [60GB iPod photo](http://www.apple.com/ipodphoto/). Hann var keyptur fyrir mig í Bandaríkjunum og kostaði mig 27 þúsund kall. Helvíti góður díll það. Þessi iPod er með litaskjá og tvöfalt stærri disk en sá gamli. Æðisleg græja. Ég er fullkomlega háður því að eiga iPod. Á ferðalögum, í bílnum og í ræktinni er þetta algjörlega ómissandi.

19 thoughts on “Don't think twice, it's all right”

 1. Til hamingju með nýjan Pod. Þér líður væntanlega eins og betri helmingurinn sé aftur kominn heim 😉

  kv, tobs

 2. Áttu þennan ónýta enn? Og ef svo er… er skjárinn á honum heill? Ég á nefnilega einn 4G 20gb ipod með biluðum skjá… og vantar slíkan… jájá

 3. Takk, Tobbi. Það var ákveðið tómarúm í mínu lífi án iPods 🙂

  Og Palli, já, ég get fengið hann aftur úr viðgerð. Skjárinn er í fullkomnu ástandi. Ég skal senda þér póst þegar ég fæ hann.

 4. Er iPod alltaf bilandi? 😯

  Kannski að maður eigi að fá sér iRiver eða?

 5. Takk! Ágætis áminning um að taka The Freewheelin’ Bob Dylan til frekari skoðunar. Flott lag – hef ekki hlustað á það áður. Bob Dylan er ótæmandi brunnur. Mjög gott!

 6. Nei, iPod er ekki alltaf bilandi. Ég er bara snillingur í að missa þá í gólfið og við það getur harði diskurinn eyðilagst. iRiver myndi ekkert þola meira að ég held, en Flash spilarar einsog iPod shuffle myndu væntanlega þola álagið.

  Mæli með iPod. Kauptu iPod frekar en iRiver.

 7. Þetta lag fær mig alltaf til að anda djúpt og slaka á, kom sér mjög vel. Takk fyrir mig. 🙂

 8. Mín er ánægjan 🙂

  Og já, Björgvin, þú ættir að hlusta á plötuna. Hún er æðisleg. Hann er einn í öllum lögunum með gítar og munnhörpu. Það þarf ekkert meira.

 9. Ein spurning enn :

  Fer ekki að koma iPod video, og er ekki best ad bíða eftir slíkum grip?

  🙂

 10. Nei, Steve Jobs, forstjóri Apple, hefur sjálfur sagt að hann sjái engan tilgang með vídeó iPod, þar sem hann telji að fólk vilji horfa á bíó á almennilegum skjá, en ekki í einhverri vasaútgáfu.

  Þannig að ég myndi ekki bíða eftir slíku tæki, þar sem ég efast um að það komi út á næstu árum.

 11. Mér finnst þessi hafnarbolta árátta þín til skammar. Hafnarboltinn bandaríski er sú íþrótt þar sem steranotkun er hvað algengust enda sterar leifðir þar og til þessa hefur enginn verið tekinn í test. þetta var gert til að auka áhuga hins heiladauða íþróttaunnanda á íþróttinni, greinilegt að einhverjir hafa fallið fyrir þessu.

 12. Ó, plís, Einar Bragi.

  Í fyrsta lagi er það tómt kjaftæði að sterar séu leyfðir. Það hafa hins vegar verið takmarkanir á prófum. Sparaðu fullyrðingarnar þegar þú veist ekkert um málið.

  Auðvitað eru þær tugir milljóna, sem elska hafnabolta um öll Bandaríkin, mið-Ameríku og Asíu “heiladauðir”, en þú alvitur snillingur, sem veist betur, þrátt fyrir að þú hafir eflaust hvorki komið á leik né séð heilan leik í sjónvarpi.

 13. Ég talaði ekkert um að hafnarbolti væri leiðinlegur heldur það að í Bandaríkjunum hefði verið gefið grænt ljós á steranotkun til að auka veg íþróttarinnar. Þetta þekkist ekki í Japan. Ég átti við að sumir hrífast af íþróttamönnum sem líta út eins og amerískir glímukappar (heiladauði). Annars fylgdist ég með japönskum hafnarbolta og fór á nokkra leiki þar í sumar og hafði gaman af.

 14. Þetta fyrra komment var nú ekki nærri því jafn diplómatískt og það seinna. Ég skil til dæmis ekki hvernig að áhugi minn á baseball sé “til skammar”. Var ég búinn að lýsa einhverri sérstakri aðdáun minni á leikmönnum, sem eru á sterum??? Ég kannast allavegana ekki við það.

  Uppáhaldsleikmennirnir mínir eru [Carlos Zambrano](http://chicago.cubs.mlb.com/NASApp/mlb/team/player.jsp?player_id=407296) og [Mark Prior](http://chicago.cubs.mlb.com/NASApp/mlb/team/player.jsp?player_id=407578), sem ekki nokkrum manni dettur í hug að séu á sterum. Kommentið hljómaði einfaldlega einsog að allir, sem fylgdust með baseball væru heiladauðir.

  Auðvitað eru einhverjir á sterum, eins og eflaust í Japan ([Hideki Matsui](http://sports.espn.go.com/mlb/players/profile?statsId=7042) var nú ekki beint ræfilslegur þegar hann kom frá Japan). En það er ekkert ólíkt flestöllum öðrum íþróttagreinum, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

 15. Skil ekki alveg þessi komment hjá Einari. Hvaðan kemur þessi steraádeila og þetta bandaríska hafnaboltahatur?
  Og þarf maður eitthvað að HRÍFAST af sjálfum leikmönnunum til að hafa áhuga á viðkomandi íþrótt? Mætti halda Einar, að þú værir ég að horfa á fótbolta 🙂
  Skemmtilegt innskot og áfram Japan :rolleyes:

 16. Nei, ekki furða að þú skiljir ekki SB, enda var það stórkostlegt afrek hjá Einari Braga að snúa umræðu um grímubúningapartí uppí eitthvað tal um steranotkun í hafnabolta 🙂

 17. Er ekki að skilja hvernig steranotkun kemur grímubúningi við. Fyrir utan það, er það svo hræðilegt að nota stera. Ég hef notað stera í mörg ár og er orðinn eins og Arnold Schwarzenegger (besti Republican allra tíma) og finnst það bara fínt.

Comments are closed.