Ég er þreyttur

Í dag: Vinna frá 8-22. Þreyttur, en það er góð þreyta. Finnst einsog ég hafi klárað slatta. Vann meira að segja yfir Liverpool leiknum í kvöld. Tók saman laun og slíkt fyrir á meðan ég horfði á frekar daufan leik.

Get hins vegar lítið sem ekkert skrifað hingað inn. Er of þreyttur og ánægður til að skrifa of mikið inná þessa síðu. Þetta kemur allt.

Annars er það helst í fréttum að aularnir á Pitchfork skrifa plötudóm, sem ég er 100% sammála! Merkilegt, ekki satt?

Svo hélt ég í World Class að einhver hefði stolið Nano-inum mínum. Var nálægt því að fá móðursýkiskast og að byrja að kalla fólk í kringum mig illum nöfnum. Kom heim og sá að hann var þá staddur í óhreina taujinu mínu. Sú hrúga stækkar óðum.

Fokk fokk fokk, hvað líf mitt er lítið spennandi þessa dagana. Þarf að fara að gera einhvern skandal.

Já, og svo mæli ég með þessu. Lokaþátturinn í bachelor er víst á morgun. Það verður skrautlegt.

4 thoughts on “Ég er þreyttur”

  1. já þreyttur. en hefur maður eins og þú aldrei spáð í að vinna bara hálft árið og vera svo til friðs hinn helminginn? þekki sjómenn sem gera þetta en þar kemur væntanlega inní að þeirra vinna er leiðinleg en þín virðist vera skemmtileg. en einn hæng finn ég á þessari stefnu hjá fólki sem gengur vel og er ungt og hún er sú að varla ferðast maður án farastjóra til framandi landa þegar maður er orðinn, segjum 67, eða,HA?

Comments are closed.