Ég og McDonald's

Já, gott fólk, föstudagskvöldin gerast vart meira spenanndi en kvöldið í kvöld. Ég var að vinna til klukkan 9 og síðan ég kom heim hef ég verið að þvo þvottinn (því þvottavélin í húsinu var frátekin alla aðra daga) og þrífa íbúðina. Ég hef nánast ekkert verið í íbúðinni undanfarið og því var hún farinn að líkjast svínastíu ískyggilega mikið. Núna er hins vegar allt komið í lag. Íbúðin er svo hrein að jafnvel mamma myndi geta kallað hana hreina.


Annars sá ég frétt á BBC um að McDonald’s séu að hætta með staði í einhverju Suður- Ameríku landi. Þetta eru náttúrulega stórtíðindi, aðallega fyrir mig. Ég get nefnilega státað af því stórkostlega afreki að hafa borðað á McDonald’s í öllum löndum Suður-Ameríku, það er Chile, Argentínu, Perú, Ekvador, Kólumbíu, Brasilíu, Venezuela, Paragvæ, Bólivíu og Urugvæ. Reynda hef ég ekki borðað á McDonald’s í Gíneunum og Súrínam en það geta nú vart talist alvöru lönd.

Ég hef aldrei skilið almennilega af hverju jafn fáir kunna að meta þetta stórkostlega afrek mitt. Til dæmis hefur enginn blaðamaður boðað mig í viðtal útaf þessu. Ég lagði mikinn metnað í að finna ávallt McDonald’s í öllum löndunum. Í Bólivíu vorum við Emil til að mynda komnir með svo mikið ógeð af mat innfæddra að þegar við komum loks til La Paz tókum við okkur rándýran leigubíl bara til að fara á McDonald’s. Þegar við komum svo til Úrugvæ hélt ég uppá þetta einstæða afrek með því að taka mynd af mér fyrir utan einn McDonald’s stað í Montevideo.

Ég man að þann dag leið mér loks einsog líf mitt hefði einhvern tilgang. Ég gat með stoltur sagt að ég hefði afrekað eitthvað, sem fáir munu nokkurn tímann afreka. Í framtíðinni stendur til að bæta við öllum löndum Mið-Ameríku við þetta afrek. Ég hef þegar borðað á McDonald’s í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og því þarf ég bara að bæta við mig einhverjum 7-8 löndum til að hafa fullkomnað hið einstaka afrek að hafa borðað á McDonald’s í öllum löndum Ameríku. Ég veit allavegana að líf mitt hefur tilgang.

5 thoughts on “Ég og McDonald's”

  1. Ég met þetta afrek þitt mikið þar sem ég er mikill áhugamaður sjálfur um McDonalds, ég hef borðað Mc á íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Skotlandi, Englandi, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Lúxemborg, Swiss, Austurríki, Tékklandi, Ítalíu, Spáni, Bandaríkjunum og Suður-Afríku.

  2. Jamm, ég get kannski bætt við hjá mér Ísland, England, Þýskaland, Lúxembúrg, Austurríki, Sviss, Danmörk, Spánn og Porúgal. Þá eru þetta orðin 22 lönd 🙂

  3. Til hamingju með þetta drengir.

    Af einhverjum orsökum hef ég hins vegar leitast við að borða ekki á McDonalds nema ég nauðsynlega þurfi. Ég get státað af því að hafa ekki borðað McDonalds í flestum löndunum hans Daða. Því miður hef ég aldrei komið til Rómönsku Ameríku, en mun vonandi sneiða hjá Dónaborgurum fari ég þangað…

Comments are closed.