Ég verð að uppfæra

Af einhverjum ástæðum fannst mér nauðsynlegt að skrifa eitthvað svona rétt fyrir helgina. Við Hildur erum ekki alveg viss hvað við erum að fara að gera. Ætlum jafnvel að reyna að fara í Six Flags skemmtigarðinn. Það er afsláttur þar ef maður kaupir máltíð á Taco Bell.

Það er í raun bara einn galli á því… Taco Bell er viðbjóður. Einn félagi minn í fótboltaliðinu varaði okkur alla við Taco Bell því að vinur hans hafði unnið á einum slíkum stað og þar kom nautahakkið víst í gegnum slöngur inní eldhúsið.

Burtséð frá því þá er maturinn á Taco Bell einfaldlega vondur og til að útkljá allan misskilning, þá á maturinn á Taco Bell ekkert skilt við alvöru mexíkóskan mat. Eina mexíkóska við Taco Bell er talandi Chihuahua hundurinn sem auglýsir fyrir þá.