Ég verð bara svo fokkd upp af rommi

Djamm tvo daga í röð er búið og ég er furðu hress klukkan 2 á sunnudegi. Fór á Sólon á föstudag og Hverfisbarinn í gær. Djammið á Hverfisbarnum var mun skemmtilegra.

Ég var reyndar kallaður hommi af einhverri stelpu á Hverfisbarnum. Og hvað gerði ég til að verðskulda þann titil? Jú, ég söng með Justin Timberlake lagi! Hún sagði að það væri ýkt hommalegt að ég stæði við barinn og tæki undir með Senorita. Ég varð náttúrulega fúll og hélt langan pistil um það hversu góður diskur Justified væri. Hún talaði eitthvað um Pearl Jam og hvað það væri góð hljómsveit og bla bla bla… En, ok, just for the record: Þá er ég ekki hommi, þrátt fyrir að ég fíli Queer as Folk og Justin Timberlake!

Annars þá var kvöldið náttúrulega snilld af því að á Hverfisbarnum var mesti snillingur á Íslandi: Jón Baldvin! (Sjáðu, PR, það borgar sig að halda áfram að djamma í stað þess að fara heim á miðnætti :-)) Allavegana, ég var að spjalla við Jón Baldvin á barnum og hann bauð mér uppá vindil og allt. Maðurinn er náttúrulega snillingur og ég var eitthvað að reyna að segja honum hversu mikil áhrif hann hefði haft á stjórnmálaskoðanir mínar.

Annars var sami playlistinn og síðast í gangi á Hverfisbarnum: Mess it Up, Justin og Beyonce. Og fullt af sætum stelpum, en samt reyndi ég ekki við neina.


Já, og boltinn með Guðna Bergs er mesti snilldarþáttur í heimi! Það er ekki til betra þynnkumeðal en að horfa á þann þátt á sunnudögum.

Jammm, og Florida urðu Baseball meistarar í Bandaríkjunum í gær. Þeir unnu Yankees. Þannig að tvö lið í Öxulveldi hins illa: Yankees og Man United töpuðu um helgina. Það er gott!

8 thoughts on “Ég verð bara svo fokkd upp af rommi”

 1. justified er geðveikur diskur.. snilldarlegt að geta búið til disk sem allir fíla.. sama hvað tónlistastefnu þeir aðhyllast mest..
  annars var ég að sjá á mtv að pharrell sagði að einhver af þessum lögum hefðu verið skrifuð fyrir michael jackson en hann vildi þau ekki:) þessgna væri ekkert svo skrítið að fólk væri að líkja mr. Jay.Tee við michael
  tada

 2. Nákvæmlega!! JT var nógu klár til að finna fullt af ýkt hæfileikaríku fólk til að vinna með.

  Justified er líka svona 10 sinnum skemmtilegri en nýjasta Pearl Jam platan 🙂

 3. Hmmm… kynvillingurinn ég hef aldrei fattað hvað er nákvæmlega svona móðgandi við að vera kallaður hommi, kannski er það bara ég. Ég móðgast allavega aldrei þegar fólk kallar mig gagnkynhneigðan eða heldur að ég sé “straight”…

  Og engar áhyggjur, ég á fullt af gagnkynhneigðum strákavinum sem fíla bæði Queer as folk og Justin. Hef m.a.s. lánað sumum þeirra QAF spólurnar mínar oftar en einu sinni! Kannski ég ætti að kynna ykkur, þið gætuð stofnað svona félag straight stráka sem fíla QAF 😉

  Skemmtilegt og flott blogg hjá þér, keep up the good work! 🙂

 4. hehe þetta er svo skemmtileg bloggsíða – Kjáninn benti mér á þessa síðu eftir 100 listann….verð að muna að þakka honum fyrir. Merkilega gaman að dunda sér við það að lesa um líf annara í þynnku á sunnudegi – einkum þegar maður er ekki með áskrift að Sýn og nennir ekki að skríða út á Players til að horfa á boltann!!!
  Það er auðvitað ekkert nema snilld hitta Jón Baldvin á Hverfisbarnum – greinilegt að ég var á vitlausum stað í gærkveldi!!
  En keep up the good work – þetta er frábær bloggsíða!
  og p.s. þegar ég mæti á Hverfis þá er amk ein einhleyp stelpa á svæðinu þannig there is still hope! hehe. 🙂

 5. Já djöfull er þetta geggjuð síða hjá þér og þú ert greinilega skemmtilegur náungi þó ég þekki þig ekki neitt. Jón Baldvin er náttúrulega meistarinn, engin spurning. Helvíti ert þú öflugur 25 ára gamall, átt tvo veitingastaði og markaðsstjóri og ég veit ekki hvað og ekki hvað, vildi að ég væri svona klár.

Comments are closed.