Egilsstaðir

Ég er núna staddur á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Fínt hótel í þessum fallega bæ, þar sem alltaf er gott veður. Í dag er ég búinn að selja í bæjunum hér í kring. Ég gisti síðustu nótt á Djúpavogi. Það er lítill og fallegur bær, þar sem 11-11 verslunin er opin til kl. 19 á kvöldin. Annars var mjög fínt að gista þarna, enda var hótelið, Hótel Framtíð, fínt.