Einar Örn fer næstum því á Idol

Í gærkvöldi fór ég næstum því á Idol. Málið er að ég er í stjórn starfsmannafélagsins í vinnunni og við skipulögðum ferð á Idol fyrir allt fólkið. Ég ætlaði ekki að fara, en það var skotið mikið á mig þar sem að ég væri ekki að mæta á atburði, sem ég hjálpaði við að skipuleggja.

Allavegana, ég mætti í mat á Pizza Hut og síðan var planið að fara á Idol. Svona 5 mínútum áður en þetta byrjaði leit ég á miðann og röðina og hugsaði svo með mér: Nei andskotinn, ég get ekki setið í gegnum þetta.

Ég hef aldrei getað horft á meira en 10 mínútur af þessum Idol þætti og mér leist hreinlega ekkert á að sitja undir þessu í einhverja klukkutíma. Ég fór því heim. Rölti seinna um kvöldið á skemmtun hjá Ungum Jafnaðarmönnum, sem var fín. Kíkti svo með [PR](http://www.jenssigurdsson.com/), Litlu PR og fleira fólki á Ara í Ögri. Að ég held í fyrsta skipti, sem ég fer á þann stað síðan ég útskrifaðist úr Verzló.

Mig minnir að við höfum aðallega farið á þann stað vegna þess að við komumst alltaf inn og það var aldrei neinn þarna inni og því gátum við alltaf fengið borð. Allavegana, þá virðist staðurinn hafa breyst mikið og hann kom mér á óvart. Allt stappað og fullt af sætum stelpum. Þegar ég var að labba heim missti ég iPodinn minn í götuna og því er hann bilaður í annað skiptið á fjórum vikum. Ég er hálfviti!

Fór svo í gleraugnakaup í dag og fékk ein gleraugu lánuð heim. Ætla að prófa þau yfir helgina, þar sem ég erfitt að venjast þeirri tilhugsun að vera með gleraugu.

Á morgun er það [úrslitaleikur í deildarbikarnum](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/02/26/16.09.16/). Get ekki beðið!

One thought on “Einar Örn fer næstum því á Idol”

  1. Er skynsamlegt að skilja eftir sig visbendingar fremur en að segja við Apple að Ipod hafi hreinlega bilað? Eða er ég kannski bara siðlaus?

Comments are closed.