El fin de semana

Alveg ljómandi helgi næstum því búin.

Á föstudagskvöld var ég með partí hérna heima hjá mér, sem var helvíti hresst.  Spiluðum Actionary og Wii Tennis/Box, drukkum jólaglögg, bjór og vodka og eitthvað fleira.

Fórum svo nokkur saman í bæinn.  Fyrst á The English Pub, sem er nýr staður þar sem Deco var áður, svo í 12 sekúndur á Organ og þaðan fór ég einn uppá Vegamót þar sem ég hitti vin minn.  Enduðum svo á einhverju alsherjarflakki milli skemmtistaða á og við Laugarveginn.

Í gær var ég svo algjörlega fáránlega þunnur.  Hef ekki upplifað slíkt í mörg ár, enda hafði ég svo sem ekki drukkið í nokkuð margar vikur.  Náði m.a.s. að æla, sem hefur ekki gerst ansi lengi.  Rétt hafði orku í að horfa á smá hluta úr tveimur fótboltaleikjum.

Náði þó að mæta í árlegt thanksgiving matarboð um kvöldið, sem að matarklúbbarnir úr Verzló vinahópnum mínum halda árlega.  Það hefur verið hefð fyrir því að ég mæti þunnur á þennan viðburð enda hef ég frá stofnun klúbbanna verið eini einstaklingurinn á lausu (semsagt ég og 8 pör) í boðinu.

Maturinn var auðvitað æðislegur, enda er kalkúnn og meðlæti í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér.  Svo var setið og spjallað um pólitík, fótbolta og önnur skemmtilegheit fram eftir kvöldi.  Í dag horfði ég svo með vini mínum á [Liverpool vinna Bolton auðveldlega](http://www.kop.is/2007/12/02/16.52.25/#comment-23457) sem enn bætti skapið mitt.

4 thoughts on “El fin de semana”

  1. Hef verið að heyra að æla verði inn á árinu 2008. Þannig að þetta er í góðu lagi held ég bara.

    Leiðnlegt að hafa misst af þér á flöskudagskvöldið fyrst þú varst svona hress. Náðir þú að “týna” símanum eins og á góðu kveldi í haust? 🙂

  2. Já, spurning hvort ég sé að starta einhverju trend-i. Ég er alltaf svo mikið á undan.

    En nei, síminn var með mér allt kvöldið. Ég er ekki jafn kærulaus með þennan síma líkt og ég var með þann sem ég var með á Ölstofunni í haust. 🙂

  3. Kemur ekki á óvart að Deco sé dautt. Er eitthvað varið í nýja staðinn? Er eitthvað “ensk” eða “pöbbalegt” við hann?

Comments are closed.