Endurhönnun pólitík.is

Vefrit Ungra Jafnaðarmanna, [Pólitík.is](http://www.politik.is) fór í gegnum andlitslyftingu nokkru fyrir kosningu. Svosem ágæt breyting að sumu leyti, en ekki nógu góð að öðru leyti.

Það sem verst var við þessa breytingu er að greinatexti á síðunni varð algjörlega óhæfur til aflestrar á tölvuskjá. Finnst einhverjum t.d. þægilegt að lesa [þessa grein](http://dev7.wds.is/at.php?i=15&b=5,140&expand=1)?

Ég tók mig til og breytti aðeins til í CSS skjalinu og býð nú algerlega ókeypis uppá nýtt útlit á pólitík.is:

[FYRIR](http://dev7.wds.is/at.php?i=15&b=5,140&expand=1)
[EFTIR breytingar EÖE](https://www.eoe.is/politik_redesign)

Er þetta ekki betra svona? Eða er þetta kannski bara í hausnum á mér?

(Á meðan að ég var að grúska í þessu rifjaðist það upp fyrir mér hversu æðislegur diskur [David Byrne](http://www.amazon.com/gp/product/B000002MPU/ref=pd_sim_m_6/102-4225515-7330518?%5Fencoding=UTF8&v=glance&n=5174) með David Byrne er. Já, Byrne er snillingur!)

10 thoughts on “Endurhönnun pólitík.is”

  1. alltaf jafn skondið að lesa yfir færslunar þínar!!!

    þess fyrir utan ef þú ætlar að lesa “langan” texta þá er einfaldlega best að prenta hann út… mun auðveldara að lesa það en skjáinn!!!

  2. Dögg, ég veit ekki hvort ég á að taka fyrra kommentinu sem hrósi eða dissi.

    Og auk þess skil ég ekki seinna komentið. Er ekki sniðugt að gera fólki sem auðveldast að lesa net-texta á tölvuskjá? Það þarf eitthvað mikið að gerast til að ég nenni að prenta út greinar sem ég finn á netinu.

    Auk þess á þetta á pólitík ekki bara við um lengri greinar, enda var greinin hans Magga alls ekki löng.

  3. Skárra en til að gera þetta læsilegt þyrfti að breyta um leturgerð, ekki bara leturstærð.

  4. Mér finnst reyndar fínt að hafa letrið smátt. Það veitir betri yfirsýn en þetta hálfblindraletur sem er í þinni útgáfu.

    Breidd textans finnst mér hinsvegar betri skv. þinni hugmynd.

    En ég veit líka að vefurinn er enn í vinnslu. Sendu þessar athugasemdir þínar endilega á Teit ritstjóra.

  5. Hvort þetta er Arial eða Verdana skiptir engu máli uppá að vera læsilegt. Málið er að setning má ekki vera of löng og svo er það línubilið sem skiptir máli.

  6. Getur einhver sagt mér hvernig ég kemst í gamlar greinar á politik.is ??? Þ.e. eldri en fyrstu 3 greinarnar.

Comments are closed.