Er ég kominn heim?

Kominn aftur í Vesturbæinn.

Ég var ólýsanlega þunnur í fluginu í dag. Langaði að æla á sænsku tuskuna við hliðiná mér. Þetta var með erfiðari flugum, sem ég hef upplifað.

Þessi þynnka á sér sínar skýringar.

Ég er búinn að vera í Stokkhólmi undanfarna 3 daga. Var þarna á söluráðstefnu hjá Van Melle (Mentos) fyrir öll Norðurlöndin. Þarna voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og ræddum við takmörk og nýjungar fyrir næsta ár.

Í gær héldum við svo öll kynningar fyrir nýja markaðsherferð á Mentos og voru veitt verðlaun fyrir bestu kynninguna. Ég vann þá keppni þrátt fyrir að ég hafi gert kynninguna mína einn inná hótelherbergi í Gautaborg en hin löndin hafi haft fjölda fólks til að hjálpa sér.

Í verðlaun voru 15.000 evrur (um 1,2 milljón króna), sem á að nota í markaðssetningu hér á landi. Vonast til að þessi herferð fari af stað seinnipart sumars eða þá í byrjun næsta árs. Það var tilkynnt um úrslitin í kvöldverði á veitingastað í Djurgarden. Ég fékk því að fara á djammið og í flugið í dag með risavaxna ávísun, sem vakti gríðarlega athygli.

Allavegana, eftir kvöldverðinn fórum við svo flestöll á djammið. Kíktum á [Cafe Opera](http://www.worldsbestbars.com/city/stockholm/cafe-opera-stockholm.htm) og [Spy Bar](http://www.worldsbestbars.com/city/stockholm/the-spy-bar-stockholm.htm). Ég drakk vodka, hvítvín og bjór, sem mig grunar að sé ástæðan fyrir þessari hrikalegu þynnku. Var að til klukkan 4 í morgun en var svo mættur á fund klukkan 8. Tók síðan flugvél til Íslands um tvö leytið, sem var einsog áður sagði martröð líkust.


Ég veit að ég hef áður [minnst á það](http://www.google.com/search?q=%22sea+change%22+site%3Aeoe.is&sourceid=mozilla-search&start=0&start=0&ie=utf-8&oe=utf-8&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:official) en Sea Change með Beck er einfaldlega æðisleg plata. Ég er ekki alveg að fíla Guero nógu vel. Ég fíla rólega Beck og hann er aldrei betri nema á Sea Change. Elska að hlusta á þessa plötu þegar ég er þunnur. Líður einsog það sé sunnudagur. Mikið er það fínt að það sé föstudagskvöld.

9 thoughts on “Er ég kominn heim?”

  1. vá frábært! – til hamingju! 🙂 …þynnka þynnka þynnka… úff held ég hafi fengið króníska þynnku um daginn en maður jafnar sig fljótt :biggrin:

  2. Takk 🙂

    Og Svansson, ef þú fílar Sea Change, þá ættirðu nú að gefa Mutations sjens. Hún er frábær.

Comments are closed.