Ferðaplan

Ég fæ engin verðlaun fyrir það að vera skipulagður í ferða undirbúningnum mínum. Er eiginlega búinn að vera of busy í vinnu til þess að klára hlutina og skipuleggja.

Var að raða ofaní minningarkistuna mína þegar ég sá allt í einu bólusteningarskírteinið mitt og fattaði að ég steingleymdu að láta bólusetja mig. Gulu sprautan er orðin 10 ára gömul og eitthvað annað var útrunnið. Hringdi því og grátbað konuna á símanum um að redda mér tíma. Sem hún og gerði. Þvílíkt yndi. Þannig að á morgun ætla ég að láta sprauta mig fullan af einhverjum viðbjóði. Vona bara að ég sé ekki inná malaríu-svæðum, svo ég þurfi ekki að taka hryllings-malaríutöflurnar, sem allir tala svo illa um.

Svo hérna heima eftir Liverpool leikinn, þá fór ég að pæla í flugum frá Washington til Mið-Ameríku. Ég ákvað með Genna að það væri betra að við myndum hittast á heimleiðinni og því ætla ég að reyna að fljúga beint til Mexíkóborgar án stopps í Washington og fljúga svo á bakaleiðinni frá Guatemala borgar til Washington og heimsækja Genna og Söndru í tvo daga.

Ég fór svo að hugsa með mér áðan…. heimsækja Genna og Söndru… hhmmmmm… Washington… hmmmm……. *Hólí sjitt*, þau búa í Bandaríkjunum og ég er með gamalt vegabréf. Þannig að núna þarf ég að redda mér nýju (DAMN you, Osama!) vegabréfi og þarf að fá sérstaka flýtimeðferð, sem þýðir að ég þarf að borga 10.000 kall. Ég er ekki sáttur, því ég elska vegabréfið mitt. Ég fékk það einmitt útí Mexíkó vegna þess að því gamla var rænt af mér á lestarstöð í Mexíkóborg fyrir 8 árum.

En vegabréfið mitt er svo uppfullt af gömlum stimplum (í vegabréfinu eru stimplar frá Guayana, Argentínu (2 stk), Chile, Uruguay, Kúbu, Kólumbíu, Ekvador, Perú, Venezuela, Paragvæ, Tékklandi, Póllandi (2stk), Bandaríkjunum (10 stk), Bólivíu, Tyrklandi og Kanada), sem ég verð aldrei þreyttur á að fletta í gegnum þegar ég er að bíða eftir flugi á leiðinlegum viðskiptaferðalögum. Stimplarnir vekja alltaf upp skemmtilegar minningar. En svona er þetta nú, ég verð víst að fá mér nýtt vegabréf og byrja að safna stimplum uppá nýtt.

11 thoughts on “Ferðaplan”

 1. ..hmm – Einhverstaðar heyrði ég það að maður væri alveg hættur að fá stimpil einsog “í gamla daga” þegar að maður ferðast svona – er það semsagt bull?! Á einmitt gamlan passa uppfullan af stimplum/minningum…

 2. Fín mynd af þér. Í gamla vegabréfinu mínu leit ég út einsog “13 ára stelpa”, svo ég kvóti í allt, alltof marga. Ég var samt 18 ára strákur á myndinni. Guð blessi kynþroska. Þú ert með þessar fínu fínu strípur og hvað…froðu í hárinu?

  Mjög gott.

  Svo held ég að sumir tollverðir séu bara svo ótrúlega fúlir að þeir tíma ekki/nenni ekki að stimpla. Og þetta Schengen-vesen er örugglega á góðri leið með að útrýma líkum á stimpli. Oj grimmir tollverðir.

 3. Svetly: Það fer bara eftir löndum. Utan Schengen þá fær maður náttúrulega alltaf stimpil. Svo er líka hægt að biðja um stimpla á flestum stöðum.

  Og jamm, Halli – þetta var á þeim tíma þegar ég litaði á mér hárið. Er líka með eyrnalokk í vinstra eyranu. Ég held að passamyndin hafi verið 2 ára gömul þegar ég setti hana í þetta = ég er að ég held 18.

 4. Hlakka til að sjá þig, kötturinn bíður spenntur eftir að geta klórað þér rækilega 😉

 5. Svo er það bara g&t til að forðast malaríuna. Gerir nákvæmlega sama gagn nema g&t rústar ekki maganum á þér eins og malaríutöflurnar. Verst að maður getur orðið nettur af litlu g&t (kettlingurinn ég).

  kv, tobs

 6. Mér víðförlari menn hafa sagt mér að G&T hafi ekki virkað í áratugi gegn malaríunni, ekki þar sem hún er “alvöru”.

  En þökk sé þessari færslu mundi ég allt í einu að ég þarf að finna gula kortið mitt því ég er að fara í eitt stykki sprautu á morgun strax eftir vinnu.

  Talandi um vegabréfaáritanir, þá náði kanadískur félagi minn að FYLLA alla síðurnar í passanum sínum (ca 40) þegar hann var búinn að eiga hann í tvö ár. Það er svona að búa utan Schengen. Sá einmitt notar passann sinn til að impressa konur.

  Mér finnst einmitt svo vænt um áritanirnar mínar að ég hugsa til þess með skelfingu að missa þær allar með nýjum passa. Þannig hvað gerist eftir júlí 2007 hjá þér? 🙂

 7. Sko, varðandi gin & tónik, þá er það bara tónikið sem gerir eitthvað gagn – ginið gerir þig bara fullan. Hins vegar er alls ekki nóg kínín í tóniki til að [varna gegn malaríu](http://www.straightdope.com/classics/a990813.html). Samkvæmt þessari síðu þyrfti maður að drekka 9 lítra af tóniki til að fá ráðlagðan dagskammt af kíníni. Það þýðir væntanlega svona 45 einfaldir gin & tónik. Sem er fullmikið fyrir mig á einu fylleríi. 🙂

  Annars sagði Helgi bóluestningagaur að nýrri malaríulyfin væru voða meinlaus. Engar martraðir né slíkt. Svo er malaría á þessu svæði víst læknaleg, þannig að ef maður er með niðurgang í tvo daga, þá ætti maður sennilega að fara á spítala, þar sem hægt væri að lækna malaríuna.

  En Ágúst, ertu ekki að fara til Skotlands? Er mikið um hitabeltissjúkdóma þar?

 8. Ég tók Malerone, eitt af nýju malaríulyfjunum, þegar ég fór til Indlands í byrjun árs. Frekar dýrt en laust við aukaverkanirnar eins og ofskynjanir sem fylgja gamla Larium.

 9. Nei, Englands.

  En það er aldrei að vita hverju með tekur upp á með 8 alþjóðaflugvelli í innan við 3 tíma lest frá sér 🙂

  Svo er bara kominn tími á síðustu sprautuna hjá mér af þremur. Reyndar fyrir nokkrum mánuðum síðan en það kemur víst ekki svo að sök :blush:

Comments are closed.