Festivus for the rest of us!

festivus 02 Father of Festivus 2_small.jpg[Þetta er snilld](http://www.nytimes.com/2004/12/19/fashion/19FEST.html?oref=login&oref=login&pagewanted=all&position=). Samkvæmt NY Times, þá er fullt af fólki í Bandaríkjunum, sem heldur árlega uppá “Festivus” hátíðina.

Fyrir þá, sem fatta ekki brandarann strax, þá er Festivus hátíð, sem pabbi George í Seinfeld fann uppá. Hann var orðinn þreyttur á jólunum og ákvað að búa til sína eigin hátíð, sem hann kallaði Festivus. Í Seinfeld þáttunum verður Kramer svo hrifinn af hugmyndinni að hann fær pabba George til að halda aftur uppá Festivus.

Festivus hátíðin gengur útá það að í stofunni er álstöng (í stað jólatrés). Einnig mega allir gestir lýsa því yfir hversu miklum vonbrigðum hinir gestirnir hafa valdið þeim á liðnu ári. Svo er líka kraftakeppni (“feats of strength”), sem var í Seinfeld þáttunum fólst í glímu á milli George og pabba hans.

Ég held hreinlega að ég verði að halda Festivus partí næsta ár. Þetta er bara of góð hugmynd til að klikka á.


Búinn að vinna 16 tíma í dag, sem er nokkuð gott. 5 tíma í 9-5 vinnunni og svo eftir það uppá Serrano. Finnst það vera svo mikil sóun að koma bara heim og fara að sofa að ég er að reyna að halda vöku. Það þrátt fyrir að ég sé ekki að gera neitt merkilegt.

Það sama var uppá teningnum í gær. Þá vann ég víst 14 tíma. Ef ég væri ekki minn eigin atvinnurekandi á Serrano þá gæti ég sennilega kært atvinnurekandann fyrir illa meðferð á starfsfólki. En svona er þetta.

Mikið er ég samt feginn að jólatra undirbúningurinn sé búin. Fór í verslanir í kvöld í um einn og hálfan tíma og náði að klára innkaupin. Þetta *átti* ekki að vera neitt stress, en svo komu upp mikil veikindi á Serrano og við Emil þurftum að redda hlutunum. Samt, þrátt fyrir öll erfiðin þá hefur þetta líka verið nokkuð skemmtileg vika.

Á morgun ætlum við Emil að keyra út jólagjöfum til starfsmanna og svo fer ég með fjölskyldunni uppí kirkjugarð. Um kvöldið fer ég í boð til bróður míns. Inná milli þarf ég svo að finna tíma til að pakka inn gjöfunum.


Er núna búinn að fá fullt af jólakortum, sem mér finnst alltaf skemmtilegri og skemmtilegri með hverju árinu. Kann einhvern veginn betur að meta að fá þessi kort núna heldur en ég gerði fyrir nokkru. Samt hefur það ekkert breyst að ég er alltof gleyminn/latur til að skrifa kort sjálfur. Vona að vinir mínir móðgist ekki við þetta, því mér þykir svo gaman að fá kortin frá þeim. Mig vantar nauðsynlega kærustu til að hafa vit fyrir mér í svona hlutum.

En ok, ég ætla að fara að sofa svo ég verði hress og kátur á morgun. En segi bara til allra **GLEÐILEG JÓL**! Njótið þessa fáránlega stutta jólafrís!

🙂

4 thoughts on “Festivus for the rest of us!”

  1. Ef þú værir EKKI þinn eigin atvinnurekandi þá gætur varla kært sjálfan þig fyrir illa meðferð á starfsfólki. Hins vegar værir þú í fullri aðstöðu til að kæra hvern þann sem fyllti þitt skarð. :tongue:

  2. Jamm jamm, ég var mjööög þreyttur þegar ég skrifaði þetta. Er búinn að breyta þessu, þannig að pointið ætti að vera skýrar 🙂

  3. Vá keyriði pakkana sjálfir til staffsins .. ég held að það sé frábært að vinna fyrir ykkur!! Hljómar allavega þannig.

    Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegan lestur á blogginu á árinu!

Comments are closed.