Figo

Þessi málsgrein er úr frétt af mbl.is.

Framkomu stuðningsmanna Barcelona má aðallega rekja til óánægju þeirra með Luis Figo og ákvörðun hans að yfirgefa Barcelona fyrir Real Madrid í sumar. Stuðningsmennirnir blístruðu og öskruðu að honum ókvæðisorð í hvert sinn sem hann snerti boltann, en það sem þykir alvarlegast er að þeir fleygðu ýmsu lauslegu inná leikvöllinn. Plastflöskur, kveikjarar og tveir farsímar voru meðal þeirra hluta sem kastaðir voru að leikmönnum Real Madrid en samkvæmt dómara leiksins varð enginn fyrir hlutunum.

Ég hata Luis Figo, alveg einsog flestir stuðningsmenn Barcelona, en ég efast þó um að ég myndi kasta farsímanum mínum í hann.