Fimm ára

Fyrir tveim vikum, þá varð þessi síða fimm ára gömul. Ég steingleymdi afmælinu, enda var ég í Póllandi. Núna hef ég haldið þetta út án hvíldar síðan [22. apríl 2000](https://www.eoe.is/gamalt/2000/04/22). Veit ekki um neinn á Íslandi, sem hefur haldið svona lengi út án hvíldar.

Til hamingju ég!

12 thoughts on “Fimm ára”

  1. Til hamingju með það!!!!

    Ætli ég og Ágúst Flygenring séum ekki á eftir þér, 2júní verður síðan mín 5 ára og hann er á undan eða eftir mér.

    Hver er sagnfræðingur íslenskra bloggheima? 😉

  2. Til hamingju með afmælið… bara eitt ár þangað til þú þarft að senda síðuna í grunnskóla.

    Strumpakveðjur 🙂

  3. Til hamingju með það. Ég er sjálfur búinn að blogga í rétt rúm þrjú ár en á mismunandi stöðum, og á ekki elstu færslurnar lengur, þannig að ég skil vel hversu mikið afrek þetta er.

    Spurning: heldurðu að þú náir 10 árum óslitið? Sjá bloggarar sig fyrir sér eftir 50 ár, á eftirlaunum, enn bloggandi? Ég er ekki viss um að ég vilji vera þannig manneskja…

  4. Til hamingju!

    Ætli Már og Bjarni Rúnar séu samt ekki búinn að vera lengur að?

  5. Hehe yeah right, þú ert svo mikill keppnismaður að hvaða sigur sem er gleður þig :biggrin2:

Comments are closed.