Flutningar

Mikið er búið að ganga á í lífi mínu í dag. Kannski einna merkilegast er að íbúðin mín á Hagamelnum er nú loksins laus og því er ég að fara að flytja á morgun.

Því er ég búinn að vera að pakka niður dótinu mínu hérna í Garðabænum. Reyndar var ég búinn að pakka mest öllu dótinu um jólin og því er ekki mikið eftir. Með flutningunum á morgun verð ég því búinn að flytja þrisvar á síðustu tveim mánuðum. Það verður eflaust góð tilfinning að vera loksins kominn á varanlegan stað, svo ég geti loksins tekið uppúr öllum kössunum mínum.

One thought on “Flutningar”

Comments are closed.