Fótbolta læti

Ég lenti í svakalegum leik í fótboltadeildinni, sem við strákarnir úr Northwestern fótboltaklúbbnum, spilum í. Við vorum að keppa á móti einhverjum aulum og unnum 9-2. Þeir voru ekkert alltof sáttir við það. Til að byrja með í fyrri hálfleiknum hrækti einn leikmaðurinn þeirra aftan á hausinn á mér, eftir að ég hafði sagt honum að hætta að rífa í bolinn minn. Ég hrinti honum í gólfið en hann stóð strax aftur upp og ætlaði að byrja á einverju veseni, en aðrir strákar úr mínu liði skildu okkur í sundur.

Svo í seinni hálfleik var ég kominn inn fyrir vörnina þeirra og næ að skora, en í leiðinni kemur markmaðurinn þeirra og tæklar mig svo svakalega að ég flaug einhver fet og lenti svo illa á höndinni. Í gærmorgun komst ég svo að því að bein í höndinni var brákað, svo ég verð með höndina í fatla næstu daga.