Frægasti Einar í heimi

Einsog allir vita þá er Stefán Pálsson frægasti og besti bloggari landsins. Það ógnar honum enginn.

Ég ætla hins vegar að hefja mitt eigið persónulegt átak. Nei, ég ætla ekki í megrun, heldur ætla ég að verða frægasti Einar í heimi. Einhver spyr kannski, hvernig það sé mælt hver sé frægastur. Nú, auðvitað er sá, sem er númer 1 á Google leitarvélinni, sá frægasti. Núna er ég númer 11 þegar leitað er að “Einar” á Google. Það er náttúrulega hrikalegt. Eini almennilegi Einar-inn fyrir ofan mig er Einar Diaz, sem er catcher hjá Cleveland Indians hafnaboltaliðinu. Hann er samt bara númer 4 á Google. Efstur er einhver norskur Einar og er það náttúrulega óþolandi.

Ég mun því á næstunni beita öllum brögðum til að komast ofar á listann. Einnig er náttúrulega hneyksli að ég skuli vera Einar númer 41 á leit.is. Því mun ég einnig breyta.

3 thoughts on “Frægasti Einar í heimi”

 1. Ég vil leggja mitt af mörkum.

  1) Byrjaðu á því að breyta “title” á síðunni í Einar – vefleiðari

  2) Skoraðu á lesendur að búa til linkinn einar sem vísar á síðuna þína (google bombing) og hvetja alla til að setja svoleiðis linka á síðurnar sínar og smella á fullu.

  3) Rokk og ról

  kv.
  bió

 2. Jamm, ég get líka kommentað á síðum hjá öðrum bloggerum undir mínu nafni og svo smellt á linkinn, sem komment kerfi síðanna búa til, yfir á síðuna mína.

Comments are closed.