Fyrsta HM færslan

Fréttir af HM undanfarna daga hafa ekki verið mjög skemmtilegar, þar sem bæði Danny Murphy og Steven Gerrard eru meiddir og spila ekkert með. Því verða bara fimm Liverpool leikmenn á HM, Owen, Heskey, Dudek, Hamann og Xavier. Það er alltof lítið

Hins vegar gat ég glaðst yfir þessari frétt. Roy Keane er sá allra leiðinlegasti knattspyrnumaður, sem ég veit um. Þegar Liverpool spilar við Man U er hann án efa sá, sem fer mest í taugarnar á mér. Hann er grófur og leiðinlegur og vælir alveg óheyrilega mikið í dómurunum.

Ég mun ekki sakna hans á HM.